Fyrirspurn frá hverfisráði Kelduhverfis og Öxarfjarðar varðandi leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 202104093
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 89. fundur - 26.04.2021
Hverfisráð Kelduhverfis og Öxarfjarðar skora á sveitarstjórn/fjölskylduráð Norðurþings að beita sér fyrir því að leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi verði opinn á föstudögum sem og aðra virka daga sumarið 2021, að undanskildu sumarfríi. Erindið barst þann 19. apríl með tölvupósti.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að tryggja að leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi verði opin á föstudögum sem og aðra virka daga sumarið 2021, að undanskildu sumarfríi.
Fjölskylduráð - 96. fundur - 16.08.2021
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Hverfisráðs Kelduhverfis og Öxarfjarðar ásamt erindi Stefáns Hauks Grímssonar fyrir hönd Sels sf. varðandi leikskóladeild á Kópaskeri.
Nú í vor lá fyrir að tvö börn yrðu á leikskóladeildinni á Kópaskeri að lokinni sumarlokun nú í ágúst. Þá lágu fyrir fyrir umsóknir fyrir tvö börn frá áramótum sem þá verða u.þ.b. eins árs. Viðmið sveitarfélagsins varðandi lágmarksfjölda barna á deildinni frá 2015 eru að fjögur börn eða fleiri skuli vera skráð á deildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs svo leikskóladeildin verði starfrækt áfram. Fjölskylduráð bókaði engu að síður eftirfarandi á fundi sínum þann 31. maí sl.
Fjölskylduráð hefur engin áform um að loka leikskóladeildinni á Kópaskeri að svo stöddu. Fjölskylduráð bendir á að af augljósum ástæðum er ekki hægt að halda uppi sambærilegu faglegu starfi með 2-5 börnum og svo með 15 börnum eða fleiri. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.
Á fundi með foreldrum þann 14. júní kom fram að óstöðugleiki í starfsmannahaldi og tímabundnar lokanir vegna þess og lítill stuðningur við starfsfólk var helsta áhyggjuefni foreldra. Á fundinum lýsti fræðslufulltrúi þeim áformum sveitarfélagsins að efla starfsemi deildarinnar með auknu samstarfi leikskóladeilda á Raufarhöfn, Kópaskeri og í Lundi auk utanaðkomandi ráðgjafar.
Báðir starfsmenn deildarinnar sögðu upp störfum og þrátt fyrir framlengdan umsóknarfrest náðist ekki að ráða fólk til starfa á deildina og því ekki um annað að ræða en að loka deildinni og bjóða foreldrum pláss fyrir börn sín í Lundi.
Deildin mun verða lokuð skólaárið 2021-2022. Áfram verður opið fyrir umsóknir á deildina vegna skólaársins 2022-2023. Ef að lágmarki fjórar umsóknir berast fyrir 1. maí 2022 verður deildin starfrækt næsta skólaár á eftir að því gefnu að búið sé að ráða starfsfólk fyrir 1. júní 2022.
Fjölskylduráð hefur engin áform um að loka leikskóladeildinni á Kópaskeri að svo stöddu. Fjölskylduráð bendir á að af augljósum ástæðum er ekki hægt að halda uppi sambærilegu faglegu starfi með 2-5 börnum og svo með 15 börnum eða fleiri. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.
Á fundi með foreldrum þann 14. júní kom fram að óstöðugleiki í starfsmannahaldi og tímabundnar lokanir vegna þess og lítill stuðningur við starfsfólk var helsta áhyggjuefni foreldra. Á fundinum lýsti fræðslufulltrúi þeim áformum sveitarfélagsins að efla starfsemi deildarinnar með auknu samstarfi leikskóladeilda á Raufarhöfn, Kópaskeri og í Lundi auk utanaðkomandi ráðgjafar.
Báðir starfsmenn deildarinnar sögðu upp störfum og þrátt fyrir framlengdan umsóknarfrest náðist ekki að ráða fólk til starfa á deildina og því ekki um annað að ræða en að loka deildinni og bjóða foreldrum pláss fyrir börn sín í Lundi.
Deildin mun verða lokuð skólaárið 2021-2022. Áfram verður opið fyrir umsóknir á deildina vegna skólaársins 2022-2023. Ef að lágmarki fjórar umsóknir berast fyrir 1. maí 2022 verður deildin starfrækt næsta skólaár á eftir að því gefnu að búið sé að ráða starfsfólk fyrir 1. júní 2022.