Ósk um styrk frá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis vegna sjálfsstyrkingarnámskeiðs fyrir ungar stúlkur
Málsnúmer 202104097
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Drífu Valdimarsdóttur og Svandísi Sverrisdóttur fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til að standa fyrir sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir ungar stúlkur á haustdögum.
Byggðarráð samþykkir að veita 300 þúsund króna styrk til verkefnisins. Byggðarráð leggur til við fjölskylduráð að vinna að leið til að bjóða upp á sambærilegt námskeið fyrir drengi á næstu mánuðum.