Samningur um Áfangastaðastofur undirritaðir við SSNE og SSNV
Málsnúmer 202104136
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021
Þann 27. apríl sl. var undirritaður samningur Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu. Þar með lýkur ferli sem hefur staðið yfir formlega allt frá árinu 2017 þegar hafinn var undirbúningur að gerð fyrstu áfangastaðaáætlana svæðanna.
Áfangastaðastofur eru samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreinarinnar og er markmiðið með stofnun þeirra að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar. Meðal hlutverka eru gerð áfangastaðáætlana, að koma að gerð stefnumótunar í ferðaþjónustu, þarfagreining rannsókna, vöruþróun og nýsköpun, mat á fræðsluþörf auk þess að sinna svæðisbundinni markaðssetningu og vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum.
Áfangastaðastofur eru samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreinarinnar og er markmiðið með stofnun þeirra að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar. Meðal hlutverka eru gerð áfangastaðáætlana, að koma að gerð stefnumótunar í ferðaþjónustu, þarfagreining rannsókna, vöruþróun og nýsköpun, mat á fræðsluþörf auk þess að sinna svæðisbundinni markaðssetningu og vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum.
Lagt fram til kynningar.