Erindi vegna tjaldsvæðis á Raufarhöfn - frá hverfisráði Raufarhafnar
Málsnúmer 202104149
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 90. fundur - 03.05.2021
Hverfisráð Raufarhafnar sendir inn erindi varðandi úrbætur á tjaldsvæðinu á Raufarhöfn. Tilögur hverfisráðs eru eftirfarandi :
- Ráðið leggur til að tjaldsvæðið verði stækkað og leyft verði að tjalda á íþróttavellinum.
- Gestir tjaldsvæðis geti nýtt salernisaðstöðu í grunnskólanum.
- koma þarf upp aðstöðu til að losa ferðasalerni
- leitað verði leiða til að fjölga rafmagnstenglum á svæðinu
- Ráðið leggur til að tjaldsvæðið verði stækkað og leyft verði að tjalda á íþróttavellinum.
- Gestir tjaldsvæðis geti nýtt salernisaðstöðu í grunnskólanum.
- koma þarf upp aðstöðu til að losa ferðasalerni
- leitað verði leiða til að fjölga rafmagnstenglum á svæðinu
Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021
Á 90. fundi fjölskylduráðs var m.a. eftirfarandi bókað: Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs að brýnt sé að koma upp aðstöðu til að losa ferðasalerni fyrir sumarið 2021. Einnig að gera ráð fyrir því að fjölga rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða útfærslu á losun ferðasalerna en ekki verður farið að þessu sinni í fjölgun rafmagnstengla þar sem það felur í sér sverun heimtaugar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 100. fundur - 29.06.2021
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um stað til að losa ferðaklósett við tjaldsvæðið á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gera aðstöðu til tæmingar ferðaklósetta að upphæð 1,1 milljón, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs að brýnt sé að koma upp aðstöðu til að losa ferðasalerni fyrir sumarið 2021. Einnig að gera ráð fyrir því að fjölga rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu.