Hvatning um friðun lands og vatna í sveitarfélaginu
Málsnúmer 202105014
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021
Sigurjón Benediktsson að Kaldbaki hvetur sveitarstjórn til að endurvekja friðun lands og vatna í sveitarfélaginu gagnvart fuglalífi. Í því tilliti leggur hann til að byrjað verði með áréttingum um friðun fuglalífs umhverfis Kaldbakstjarnir sunnan Húsavíkur. Á fundi sínum þann 22. apríl 2003 ákvað þáverandi bæjarstjórn Húsavíkur að heimila ekki neina eggjatöku í landi Kaldbaks og var sú friðun auglýst árlega til margra ára. Langt er hinsvegar síðan birt hefur verið auglýsing um friðun svæðisins. Í gildandi aðalskipulagi er umhverfi tjarnanna skilgreint sem hverfisverndarsvæði (Hv4) sem mikilvægt búsvæði fugla.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að öll fuglaveiði og eggjataka í umhverfi Kaldbakstjarna sunnan Húsavíkur verði áfram óheimil. Afmörkun friðaðs svæðis sé til samræmis við afmörkun hverfisverndarsvæðis Hv4 í gildandi aðalskipulagi. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að auglýsa bannið á heimasíðu sveitarfélagsins og í Skránni. Ákvörðunin gildi þar til annað hefur verið ákveðið.
Sveitarstjórn Norðurþings - 113. fundur - 18.05.2021
Á 97. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að öll fuglaveiði og eggjataka í umhverfi Kaldbakstjarna sunnan Húsavíkur verði áfram óheimil. Afmörkun friðaðs svæðis sé til samræmis við afmörkun hverfisverndarsvæðis Hv4 í gildandi aðalskipulagi. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að auglýsa bannið á heimasíðu sveitarfélagsins og í Skránni. Ákvörðunin gildi þar til annað hefur verið ákveðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að öll fuglaveiði og eggjataka í umhverfi Kaldbakstjarna sunnan Húsavíkur verði áfram óheimil. Afmörkun friðaðs svæðis sé til samræmis við afmörkun hverfisverndarsvæðis Hv4 í gildandi aðalskipulagi. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að auglýsa bannið á heimasíðu sveitarfélagsins og í Skránni. Ákvörðunin gildi þar til annað hefur verið ákveðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.