Íbúar Árgötu 6 og 8 óska eftir lagfæringum á vegi um Árgil
Málsnúmer 202105032
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021
Óskað hefur verið eftir því af íbúum við Árgötu 6 og 8, að nauðsynlegar lagfæringar verði gerðar á vegi um Árgil svo hindra megi að vegryk berist yfir svæðið í þurru veðri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta klæða veg um Árgil með bundnu slitlagi frá gatnamótum Garðarsbrautar að gatnamótum suðurfjöruvegar. Kostnaður vegna þeirrar framkvæmdar er lauslega metinn á 2 mkr.