Ósk um að bann verði lagt við netaveiðum á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa
Málsnúmer 202105034
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021
Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur afrit af bréfi til Fiskistofu frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Guðmundi Helga Bjarnasyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar.
Í bréfinu kalla formenn veiðifélaganna eftir því að stofnunin beiti sér gegn útgáfu netaveiðileyfa til silungsveiða fyrir landi Húsavíkur til handa íbúum í Norðurþingi og að árleg útgáfa veiðileyfanna verði bönnuð með öllu.
Í bréfinu kalla formenn veiðifélaganna eftir því að stofnunin beiti sér gegn útgáfu netaveiðileyfa til silungsveiða fyrir landi Húsavíkur til handa íbúum í Norðurþingi og að árleg útgáfa veiðileyfanna verði bönnuð með öllu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 98. fundur - 25.05.2021
Skipulags- og framkvæmdaráði hefur borist erindi frá Fiskistofu um tillögur að netaveiðibanni við Skjálfanda.
Fiskistofa gefur Norðurþingi kost á að koma sjónarmiði sínu á málinu til Fiskistofu fyrir 4 júní nk.
Fiskistofa gefur Norðurþingi kost á að koma sjónarmiði sínu á málinu til Fiskistofu fyrir 4 júní nk.
Sveitarfélagið Norðurþing hafnar alfarið þeim málatilbúnaði sem lagður hefur verið fram af hálfu veiðifélaga á vatnasvæði Laxár í Aðaldal og erindi til Fiskistofu byggir á til grundvallar kröfu sömu veiðifélaga um bann við nýtingu Norðurþings á hlunnindum sem fylgja sjávarjörðum í eigu sveitarfélagsins og lögvarðar hafa verið með skýrum hætti af hálfu löggjafans.
Ekkert bendir til annars en að þær silungsveiðar sem stundaðar hafa verið fyrir landi Húsavíkur og byggja á þeim veiðiheimildum sem Norðurþing úthlutar árlega, séu bæði varfærnar og sjálfbærar, enda heimildir Norðurþings til úthlutunar veiðileyfanna bæði skýrar og óumdeildar og byggja á gildandi lögum um nýtingu hlunninda sjávarjarða.
Ljóst er að umrædd atlaga veiðifélags Laxár í Aðaldal og annarra sambærilegra er ekki sú fyrsta þar sem sótt er með jafn ómálefnalegum hætti að löglegri nýtingu hlunninda af hálfu eigenda sjávarjarða. Til rökstuðnings kröfu Norðurþings um frávísun málsins er horft til álits Umboðsmanns Alþingis (Mál nr. 4340/2005 og 4341/2005) þar sem til umfjöllunar eru stjórnvaldsákvarðanir í tengslum við takmarkanir á veiðum göngusilungs í sjó líkt og nú er kallað eftir af hálfu veiðifélags Laxár í Aðaldal að Fiskistofa beiti sér fyrir. Í því áliti gagnrýnir Umboðsmaður meðal annars þann sama skort á málefnalegum sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar stjórnvaldsákvörðun og nú er gert, en ekki síður að rannsóknarregla stjórnsýslulaga sé ekki að fullu virt, frekar en nú. Gagnrýni, álit og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í tengslum við þau mál virðist því í öllum aðalatriðum einnig eiga við í því máli sem hér um ræðir.
Verði málinu fram haldið á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með af hálfu veiðifélaganna og Fiskistofu, byggt á jafn einhliða, haldlitlum og illa ígrunduðum gögnum og raun ber vitni, sér sveitarfélagið Norðurþing sig knúið til þess að verjast málinu af fullum þunga.
Ekkert bendir til annars en að þær silungsveiðar sem stundaðar hafa verið fyrir landi Húsavíkur og byggja á þeim veiðiheimildum sem Norðurþing úthlutar árlega, séu bæði varfærnar og sjálfbærar, enda heimildir Norðurþings til úthlutunar veiðileyfanna bæði skýrar og óumdeildar og byggja á gildandi lögum um nýtingu hlunninda sjávarjarða.
Ljóst er að umrædd atlaga veiðifélags Laxár í Aðaldal og annarra sambærilegra er ekki sú fyrsta þar sem sótt er með jafn ómálefnalegum hætti að löglegri nýtingu hlunninda af hálfu eigenda sjávarjarða. Til rökstuðnings kröfu Norðurþings um frávísun málsins er horft til álits Umboðsmanns Alþingis (Mál nr. 4340/2005 og 4341/2005) þar sem til umfjöllunar eru stjórnvaldsákvarðanir í tengslum við takmarkanir á veiðum göngusilungs í sjó líkt og nú er kallað eftir af hálfu veiðifélags Laxár í Aðaldal að Fiskistofa beiti sér fyrir. Í því áliti gagnrýnir Umboðsmaður meðal annars þann sama skort á málefnalegum sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar stjórnvaldsákvörðun og nú er gert, en ekki síður að rannsóknarregla stjórnsýslulaga sé ekki að fullu virt, frekar en nú. Gagnrýni, álit og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í tengslum við þau mál virðist því í öllum aðalatriðum einnig eiga við í því máli sem hér um ræðir.
Verði málinu fram haldið á þeim forsendum sem lagt hefur verið upp með af hálfu veiðifélaganna og Fiskistofu, byggt á jafn einhliða, haldlitlum og illa ígrunduðum gögnum og raun ber vitni, sér sveitarfélagið Norðurþing sig knúið til þess að verjast málinu af fullum þunga.
Ekki verður annað séð en að útgáfa veiðileyfa fyrir landi Húsavíkur geti með auðveldum hætti farið saman með starfsemi veiðifélaga í Norðurþingi án þess að starfsemi veiðifélaganna sé ögrað á nokkurn hátt. Úthlutun þeirra 10 netaveiðileyfa sem Norðurþing auglýsir laus til umsókna á hverju ári er til verulegrar ánægju og aukningar lífsgæða þeirra íbúa Norðurþings sem hljóta. Með áður auglýstum netaveiðileyfum er sveitarfélagið aðeins að nýta lögbundinn rétt sinn til nýtingar þeirra auðlinda sem falla innan lands sveitarfélagsins og eru því Norðurþings með réttu, á þann sama hátt og veiðifélögin nýta sinn lögbundna rétt til sölu þeirra veiðileyfa sem tilheyra þeim á forsendum eignarhalds.