Félagsstarf eldriborgara
Málsnúmer 202105037
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 91. fundur - 10.05.2021
Á 90. fundi fjölskylduráðs þann 3.5 2021 var óskað eftir að umsjónarmaður félagsstarfs eldirborgara sinni félagsstarfi á Kópaskeri og Raufarhöfn einn dag í mánuði. Til að það geti orðið þarf annað hvort að auka við starf umsjónarmanns eða útfæra viðveru umsjónarmanns hér á Húsavík. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka ákvörðun um útfæslu þessa máls.
Fjölskylduráð samþykkir að útfæra starf umsjónarmanns með félagsstarfi eldri borgara í Norðurþingi á þann veg að hann sinnir félagsstarfi á Húsavík þrjá daga í viku og einn dag í mánuði á Kópaskeri og einn dag í mánuði á Raufarhöfn. Tekur gildi frá og með 1.september nk.