Fara í efni

Fjölskylduráð

91. fundur 10. maí 2021 kl. 13:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-2.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1,2 og 7-12.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 4-6.

Aldey Unnar Traustadóttir sat fundinn í fjarfundabúnaði. Aldey vék af fundi undir lið 4.

Sveinbjörn Ingi Grímsson, Sævar Kristinsson og Ingigerður Guðmundsdóttir f.h. KPMG sat fundinn undir lið 1.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir lið 1.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður sumarfrístundar sat fundinn undir lið 2.

1.Samþætting skóla og tómstundastarfs

Málsnúmer 202104024Vakta málsnúmer

Fulltrúar KPMG koma á fund Fjölskylduráðs til að kynna mögulegt verkefni varðandi skipulagningu og innleiðingu á samþættu skóla og tómstundastarfi.
Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 12.04.2021
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð þakkar fulltrúum KPMG kærlega fyrir kynninguna.

2.Sumarfrístund 2021 á Húsavík

Málsnúmer 202105057Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni Sumarfrístundar á Húsavík 2021.
Enn vantar uppá að manna starfsemina í sumar svo hægt sé að tryggja faglegt og öflugt starf.
Lagt fram til kynningar.

3.Sumarstörf 2021

Málsnúmer 202103011Vakta málsnúmer

Búið er að fara yfir starfsumsóknir sumarstarfa Norðurþings 2021.
Allt lítur út fyrir að ekki verði störf fyrir 5-10 ungmenni á aldrinum 16-17 ára.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúi að undirbúa og leggja fyrir byggðarráð viðaukabeiðni að upphæð 5.000.000 kr. vegna atvinnuátaks unglinga á aldrinum 16-17 ára.

4.Listamaður Norðurþings 2021

Málsnúmer 202104138Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2021 úr þeim umsóknum/tilnefningum sem bárust í ár. Listamaður Norðurþings 2021 verður tilkynntur síðar við hátíðlega athöfn.
Fjölskylduráð tók umræðu um listamann Norðurþings.
Ráðið var einhuga um valið. Listamaður Norðurþings 2021 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.

Aldey Unnar Traustadóttir vék af fundi.

5.Litla gula syrpan - sumarið 2021

Málsnúmer 202105019Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Lotta fer á ferð um landið með breyttu sniði í sumar. Í stað stórrar sumarsýningar fer hópurinn um landið með minni sýningu og stendur Norðurþingi til boða að bóka hana og bjóða íbúum upp á.
Fjölskylduráð ákveður að fresta málinu fram að næsta fundi sínum.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202105018Vakta málsnúmer

Helga Dagný Einarsdóttir sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 200.000 kr. vegna vegglistaverks á vesturhlið gömlu mjólkurstöðvarinnar að Héðinsbraut 4
Fjölskylduráð samþykkir að veita Helgu Dagnýju Einarsdóttur styrk að upphæð 100.000 kr. vegna vegglistaverks.

7.Félag eldriborgara á Húsavík og Nágrennis

Málsnúmer 202105039Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur ársreikningur félagseldriborga til kynningar.
Fjölskylduráð óskar eftir því við félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni að félagið sendi ráðinu greingerð þar sem gerð er grein fyrir því félagsstarfi sem það stóð fyrir á síðasta ári. Ráðið vísar í samning Norðurþings og félagsins um greiðslu styrks vegna félagsstarfs þess.

8.Félagsstarf eldriborgara

Málsnúmer 202105037Vakta málsnúmer

Á 90. fundi fjölskylduráðs þann 3.5 2021 var óskað eftir að umsjónarmaður félagsstarfs eldirborgara sinni félagsstarfi á Kópaskeri og Raufarhöfn einn dag í mánuði. Til að það geti orðið þarf annað hvort að auka við starf umsjónarmanns eða útfæra viðveru umsjónarmanns hér á Húsavík. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka ákvörðun um útfæslu þessa máls.
Fjölskylduráð samþykkir að útfæra starf umsjónarmanns með félagsstarfi eldri borgara í Norðurþingi á þann veg að hann sinnir félagsstarfi á Húsavík þrjá daga í viku og einn dag í mánuði á Kópaskeri og einn dag í mánuði á Raufarhöfn. Tekur gildi frá og með 1.september nk.

9.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Málsnúmer 202104075Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir fjölskylduráði er samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsaðstoð Norðurþings 2021

Málsnúmer 202104155Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð að taka afstöðu til upphæðar á fjárhagsaðstoð Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að breyta ekki áður samþykktri upphæð fjárhagsaðstoðar sem nú er veitt hjá Norðurþingi.

11.Frístundamál Orkan / Skammtímavist

Málsnúmer 202104126Vakta málsnúmer

Mikil aukning er í aðsókn frístundar Orkunnar ( börn 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir). Félagsþjónustan lýsir mikilli ánægju með hve aðsóknin er góð. Nú er svo komið að í sumar eru 20-30 börn sem óska eftir því að vera í frístund Orkunnar. Húsnæðið er því ekki nógu stórt svo að unnt sé að starfrækja starfsemina með viðunandi hætti. Því þarf að taka ákvörðun um hvernig leysa má úr þvi. Fyrir fjölskylduráði liggur að finna lausnir á þessum vanda sem einnig mun vera til staðar næsta haust.
Fjölskylduráð samþykkir að frístund fyrir börn 10-16 ára með sértækar stuðningsþarfir verði á tveimur stöðum þetta sumarið. Annars vegar í húsi Orkuveitunnar (Orkunni) og hins vegar í Sólbrekku 28, n.h.

12.Aðgengismál fatlaðs fólk / sveitarfélagið / Fasteignasjóður 2021-2022

Málsnúmer 202104043Vakta málsnúmer

Á 90. fundi fjölskylduráðs þann 3.5 2021.
var félagsmálastjóra falið að ráða aðgengisfulltrúa til að taka út aðgengismál í sveitarfélaginu. Félagsmálastjóri bendir á að eðlilegt er að slíkt verkefni sé á hendi skipulags- og framkvæmdráðs þar sem um fasteignir og aðrar eignir Norðurþings er að ræða.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að ráðinn verði aðgengisfulltrúi í sumar.

Fundi slitið - kl. 16:30.