Fara í efni

Sumarfrístund 2021 á Húsavík

Málsnúmer 202105057

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 91. fundur - 10.05.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni Sumarfrístundar á Húsavík 2021.
Enn vantar uppá að manna starfsemina í sumar svo hægt sé að tryggja faglegt og öflugt starf.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar málefni Sumarfrístundar á Húsavík 2021.
Vegna manneklu hefur þurft að bregðast við með breyttri uppsetningu á dagskrá sumarsins.

Málið var áður til umfjöllunar á 91.fundi ráðsins þann 10.05.2021
Fjölskylduráð samþykkir breytt fyrirkomulag á Sumarfrístund.
Fyrir hádegi eiga öll börn í 1.-4. bekk kost á vistun frá kl.8-12 alla virka daga.
Námskeið verða fyrir 1.bekk frá kl.13.00-14.30 alla virka daga og 2.-4. bekk frá kl 14.30-16.00 alla virka daga.
Sumarfrístund verður lokuð frá 5.júlí-3.ágúst.
Börn sem eru að útskrifast úr leikskóla hafa aðgang að sumarfrístund eftir sumarlokun.

Vegna fyrirkomulagsins er þörf á að breyta gjaldskrá sem áður hafði verið samþykkt.
Skrá verður 2 vikur í senn. Verðskrá á sumarfrístund eftir hádegi verður sem hér segir:
720kr - 1 dagur
1440kr - 2 dagar
2160kr - 3 dagar
2880kr - 4 dagar
3600kr - 5 dagar

Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
Einstæðir foreldrar fá 25% afslátt.

Verðskrá sumarfrístundar fyrir hádegi er óbreytt frá fyrri samþykkt.

Breytingu á verðskrá er vísað til samþykktar í sveitarstjórn.



Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa dagskrána og hvernig skráningu verður háttað sem fyrst.

Fjölskylduráð - 93. fundur - 07.06.2021

Á síðasta fundi ráðsins var ákveðið að skera niður dagskrá miðað við það sem var í boði sumarið 2020 vegna manneklu. Eftir það hefur tekist að manna stöður í sumarfrístund.
Dagskrá Sumarfrístundar er auglýst á vef Norðurþings.
Fjölskylduráð fagnar að tekist hefur að ráða starfsfólk í Sumarfrístund, sumarið 2021. Ráðið dregur til baka bókun frá 92. fundi ráðsins varðandi dagskrá og gjaldskrá. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi dagskrá sem nú þegar hefur verið birt á vef Norðurþings.
Gjaldskrá sem samþykkt var í Fjölskylduráði Norðurþings þann 11. janúar 2021 og staðfest í sveitarstjórn þann 19. janúar 2021 er áfram í gildi.