Fara í efni

Fjölskylduráð

93. fundur 07. júní 2021 kl. 13:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltúri sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3 og 5.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2 og 4.

Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður í fjölskylduráði sat fundinn í fjarfundabúnaði.

Kristrún Lind Birgisdóttir framkv.stjóri Ásgarðs sat fundinn undir lið 1.
Guðrún Huld verkefnastjóri Mærudaga 2021 sat fundinn undir lið 2 í fjarfundi.

1.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu innleiðingar á skólastefnu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar. Þökkum Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkv.stjóra Ásgarðs (áður Trappa ehf.)fyrir kynninguna.

2.Bæjarhátíðir í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202104021Vakta málsnúmer

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Mærudaga, kemur inn á fund fjölskylduráðs og fer yfir hugmyndir að viðburðum tengdum hátíðinni í ár.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld fyrir kynninguna og heldur áfram að fjalla um málið á næstu fundum m.t.t. fjöldatakmarkana og sóttvarna.

3.Jökulsárhlaup styrkur 2021

Málsnúmer 202106012Vakta málsnúmer

Jökulsárhlaup óskar eftir viðræðum um nýja styrktarsamning eða framlengingu á eldri samningi vegna utanvegahlaups sem haldið er árlega í Ásbyrgi.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við Jökulsárhlaup.

4.Umsókn í lista- og menningarsjóð Norðurþings 2021

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Eyþór Alexander Hallsson sækur um styrk að upphæð 200.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna tónlistarmyndbands fyrir frumsamið lag eftir hljómsveitina Ímyndun.
Fjölskylduráð þakkar hljómsveitinni Ímyndun fyrir umsóknina. Ráðið hafnar henni og óskar þeim góðs gengis.

5.Sumarfrístund 2021 á Húsavík

Málsnúmer 202105057Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var ákveðið að skera niður dagskrá miðað við það sem var í boði sumarið 2020 vegna manneklu. Eftir það hefur tekist að manna stöður í sumarfrístund.
Dagskrá Sumarfrístundar er auglýst á vef Norðurþings.
Fjölskylduráð fagnar að tekist hefur að ráða starfsfólk í Sumarfrístund, sumarið 2021. Ráðið dregur til baka bókun frá 92. fundi ráðsins varðandi dagskrá og gjaldskrá. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi dagskrá sem nú þegar hefur verið birt á vef Norðurþings.
Gjaldskrá sem samþykkt var í Fjölskylduráði Norðurþings þann 11. janúar 2021 og staðfest í sveitarstjórn þann 19. janúar 2021 er áfram í gildi.

6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Á 364. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli við fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, sem og til kynningar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

7.Starfsáætlun atvinnu- og samfélagsfulltrúa Norðurþings á Kópaskeri

Málsnúmer 202106004Vakta málsnúmer

Á 364. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar starfsáætluninni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.