Aðgengismál fatlaðs fólk / sveitarfélagið / Fasteignasjóður 2021-2022
Málsnúmer 202104043
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 90. fundur - 03.05.2021
Samband íslenskra sveitarfélag og ÖBÍ með bréfi, sem barst með tölvupósti 27. apríl 2021 hvetja sveitarfélög til að ráða til sín námsmenn til sumarstarfa sem hafi það verkefni að vinna að aðgengismálum hjá sveitarfélögunum.
Starf aðgengisfulltrúa fælist m.a. í því að finna og meta þau mannvirki sem þarf að bæta með tilliti til aðgengis fatlaðs fólks og falla undir ákvæði reglugerðarinnar.
Bent er á að reglur um úthlutanir úr fasteignasjóði jöfnunarsjóðs hafa verið rýmkaðar með reglugerð nr. 280/2021.
Starf aðgengisfulltrúa fælist m.a. í því að finna og meta þau mannvirki sem þarf að bæta með tilliti til aðgengis fatlaðs fólks og falla undir ákvæði reglugerðarinnar.
Bent er á að reglur um úthlutanir úr fasteignasjóði jöfnunarsjóðs hafa verið rýmkaðar með reglugerð nr. 280/2021.
Fjölskylduráð fagnar erindinu og samþykkir að fela félagsmálastjóra að vinna að því að ráða starfsmann, aðgengisfulltrúa í úrræðinu Námsmenn til sumarstarfa til þess að vinna að úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu. Sú úttekt væri síðar notuð til að ákvarða hvaða umbætur í aðgengismálum eru í forgangi.
Fjölskylduráð - 91. fundur - 10.05.2021
Á 90. fundi fjölskylduráðs þann 3.5 2021.
var félagsmálastjóra falið að ráða aðgengisfulltrúa til að taka út aðgengismál í sveitarfélaginu. Félagsmálastjóri bendir á að eðlilegt er að slíkt verkefni sé á hendi skipulags- og framkvæmdráðs þar sem um fasteignir og aðrar eignir Norðurþings er að ræða.
var félagsmálastjóra falið að ráða aðgengisfulltrúa til að taka út aðgengismál í sveitarfélaginu. Félagsmálastjóri bendir á að eðlilegt er að slíkt verkefni sé á hendi skipulags- og framkvæmdráðs þar sem um fasteignir og aðrar eignir Norðurþings er að ræða.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að ráðinn verði aðgengisfulltrúi í sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021
Á 90. fundi fjölskylduráðs þann 3.5 2021, var félagsmálastjóra falið að ráða aðgengisfulltrúa til að taka út aðgengismál í sveitarfélaginu. Félagsmálastjóri bendir á að eðlilegt er að slíkt verkefni sé á hendi skipulags- og framkvæmdráðs þar sem um fasteignir og aðrar eignir Norðurþings er að ræða.
Á 91. fundi fjölskylduráðs, leggur ráðið til við skipulags- og framkvæmdaráð að ráðinn verði aðgengisfulltrúi í sumar.
Á 91. fundi fjölskylduráðs, leggur ráðið til við skipulags- og framkvæmdaráð að ráðinn verði aðgengisfulltrúi í sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í erindið en telur verkefnið heyra undir fjölskylduráð en í framhaldi verði úrbætur aðgengismála vísað til framkvæmdasviðs. Ráðið vísar því erindinu aftur til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð - 92. fundur - 31.05.2021
Á 97. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í erindið en telur verkefnið heyra undir fjölskylduráð en í framhaldi verði úrbætur aðgengismála vísað til framkvæmdasviðs. Ráðið vísar því erindinu aftur til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vera í samvinnu við aðra sviðsstjóra um ráðingu fulltrúa um aðgengismál.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021
Óskað er eftir afstöðu ráðsins til umsóknar Norðurþings í Fasteignasjóð jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um í Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga m.a. til að bæta aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð - 109. fundur - 24.01.2022
Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gerðu með sér samkomulag um samstarf sem felur í sér hvatningu til sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmda áætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 til 2021.
Einn þáttur í því er að sveitarfélögin skipi aðgengisfulltrúa sem gerir úttekt á að gengi og gerir tímasettar áætlanir um úrbætur.
Félagsmálstjóri leggur fram til kynningar við fjölskyldurráð framgang og úrvinnslu málsins.
Einn þáttur í því er að sveitarfélögin skipi aðgengisfulltrúa sem gerir úttekt á að gengi og gerir tímasettar áætlanir um úrbætur.
Félagsmálstjóri leggur fram til kynningar við fjölskyldurráð framgang og úrvinnslu málsins.
Lagt fram til kynningar. Málið mun fara fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til úrvinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022
Til kynningar eru niðurstöður á úthlutun úr sjóði fyrir bætt aðgengi fólks með fötlun. Einnig liggur fyrir skipulags- og framkvæmdaráði að skipa aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.
Skipulags-og framkvæmdaráð ákveður að skipa framkvæmda- og þjónustufulltrúa sem aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.