Fara í efni

Fjölskylduráð

109. fundur 24. janúar 2022 kl. 13:00 - 14:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Gunnarsdóttir Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-2.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3 og 5.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 6-7.

1.Starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð ræðir, að ósk hverfisráðs Öxarfjarðar, málefni leikskóladeildarinnar á Kópaskeri við fulltrúa hverfisráðsins ásamt atvinnu og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðar.
Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi ásamt fulltrúum úr hverfisáði Öxarfjarðar Halldís Gríma Halldórsdóttir og Stefán Haukur Grímsson mættu á fundinn í fjarfundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum hverfisráðs fyrir komuna á fundinn og felur fræðslufulltrúa að skipuleggja fund um starfsemi leikskóladeildar á Kópaskeri.

2.Hverfisráð Öxarfjarðar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111166Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar máli nr. 4 og 8 til fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um samstarf við Norðurþing vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2022

Málsnúmer 202201052Vakta málsnúmer

Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Söngkeppni framhaldsskólanna óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að keppnin 2022 fari fram á Húsavík.
Stefnt er að því að Söngkeppni framhaldsskólanna fari fram þann 2. apríl og er óskað eftir stuðningi við keppnina í formi þess að fá án endurgjalds afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík undir framkvæmd keppninar og útsendingu hennar í sjónvarpi. Jafnframt er óskað aðstoðar framkvæmdasviðs Norðurþings við að koma upp festingum í loft íþróttahallarinnar vegna ljósabúnaðar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

4.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202201060Vakta málsnúmer

Joachim B. Schmidt sækir um styrk að upphæð 50.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna ferðakostnaðar til að koma á Raufarhöfn og lesa úr bók sinni, Kalmann, en Raufarhöfn er sögusvið bókarinnar.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Joachim B. Schmidt styrk að upphæð 50.000 kr.

5.Aðstaða til félagsstarfs fyrir börn og ungmenni við Öxarfjörð

Málsnúmer 202201051Vakta málsnúmer

Hrund Ásgeirsdóttir fulltrúi B-lista leggur til að leitað verði leiða til að finna aðstöðu fyrir börn og ungmenni á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og þá með húsnæði í eigu sveitarfélagsins á Kópaskeri í huga.

Á 119. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað um málið:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hrundar og vísar henni til úrvinnslu í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Þessi vinna er nú þegar hafin og felur ráðið íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Viðauki vegna Barnaverndar 2022

Málsnúmer 202201063Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri óskar eftir viðauka við barnavernd vegna þungrar málavinnslustöðu

Eins og staðan er í dag eru 2 starfsmenn / 2 stöðugildi innan barnaverndar.

Málavogin er mælitæki til að meta og skrá vinnuálag hjá hverjum starfsmanni. Málavogin sýnir mjög mikið álag inna Barnaverndar Þingeyinga í dag. Þessi mikla málaþyngd hefur verið viðvarandi inna barnaverndar allt síðastliðið ár.
Eins og staðan er í dag eru umfram stig Málvogarinnar 157 stig, sem sýnir að þrátt fyrir að ráða nýjan starfsmann í 100% stöðu með meira en 5 ára reynslu yrði samt mikið álag á hvern starfsmann innan barnaverndar.
Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðaukabeiðni vegna aukinnar þyngdar í barnaverndarmálum. Ráðið óskar eftir því við byggðarráð að viðauki uppá á 9.795.648 kr. verði samþykktur.

7.Aðgengisfulltrúi Norðurþings

Málsnúmer 202104043Vakta málsnúmer

Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalag Íslands gerðu með sér samkomulag um samstarf sem felur í sér hvatningu til sveitarfélaga um að vinna markvisst að úrbótum í aðgengismálum í samræmi við stefnu og framkvæmda áætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 til 2021.
Einn þáttur í því er að sveitarfélögin skipi aðgengisfulltrúa sem gerir úttekt á að gengi og gerir tímasettar áætlanir um úrbætur.

Félagsmálstjóri leggur fram til kynningar við fjölskyldurráð framgang og úrvinnslu málsins.
Lagt fram til kynningar. Málið mun fara fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 14:15.