Ósk um samstarf við Norðurþing vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2022
Málsnúmer 202201052
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 109. fundur - 24.01.2022
Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Söngkeppni framhaldsskólanna óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að keppnin 2022 fari fram á Húsavík.
Stefnt er að því að Söngkeppni framhaldsskólanna fari fram þann 2. apríl og er óskað eftir stuðningi við keppnina í formi þess að fá án endurgjalds afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík undir framkvæmd keppninar og útsendingu hennar í sjónvarpi. Jafnframt er óskað aðstoðar framkvæmdasviðs Norðurþings við að koma upp festingum í loft íþróttahallarinnar vegna ljósabúnaðar.
Stefnt er að því að Söngkeppni framhaldsskólanna fari fram þann 2. apríl og er óskað eftir stuðningi við keppnina í formi þess að fá án endurgjalds afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík undir framkvæmd keppninar og útsendingu hennar í sjónvarpi. Jafnframt er óskað aðstoðar framkvæmdasviðs Norðurþings við að koma upp festingum í loft íþróttahallarinnar vegna ljósabúnaðar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Byggðarráð Norðurþings - 385. fundur - 27.01.2022
Fyrir byggðarráði liggur ósk um samtarf vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2022. Erindið var tekið fyrir í fjölskylduráði sem þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Byggðarráð fagnar áformum um að Söngkeppni framhaldsskólanna 2022 verði haldin á Húsavík og tekur jákvætt í erindið og því frumkvæði sem því fylgir.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022
Á 385. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð fagnar áformum um að Söngkeppni framhaldsskólanna 2022 verði haldin á Húsavík og tekur jákvætt í erindið og því frumkvæði sem því fylgir.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð fagnar áformum um að Söngkeppni framhaldsskólanna 2022 verði haldin á Húsavík og tekur jákvætt í erindið og því frumkvæði sem því fylgir.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu.