Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

117. fundur 01. febrúar 2022 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Nanna Steina Höskuldsdóttir og Kristján Friðrik Sigurðsson sátu fundinn í fjarfundi.
Ketill Gauti Árnason sat undir liðum 11-15.

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hraunholti 1

Málsnúmer 202201070Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 154,7 m² einbýlishúsi á lóðinni að Hraunholti 1. Fyrirhuguð bygging er viðarklætt timburhús. Hönnuður hússins er Yngvi Ragnar Kristjánsson byggingartæknifræðingur.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á framlagðar teikningar og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

2.Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu mælitækja við Raufarhöfn

Málsnúmer 202201044Vakta málsnúmer

Pedro Rodrigues, f.h. Rannsóknarstöðvarinnar Rifs, óskar eftir leyfi til að setja upp svifryksmælingabúnað á ásunum vestan Raufarhafnar. Búnaði er að mestu komið fyrir í litlum gámi á staðnum en lítilsháttar búnaður er utan gámsins. Með erindi fylgir afstöðumynd og ljósmyndir af samsvarandi búnaði. Á þessu stigi er miðað við að mælingar standi frá maí 2022 til apríl 2023 en væntingar eru til að verkefnið verði framlengt.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á uppsetningu mælibúnaðarins og heimild til að hann standi þar fram í maí 2023.

3.Árbær ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Árbær ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Umsækjandi hefur skilað inn upplýsingum um byggingaráform.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu fram á næsta fund ráðsins.

4.Trésmiðjan Rein ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201082Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Rein ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu fram á næsta fund ráðsins.

5.Belkod ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201083Vakta málsnúmer

Belkod ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu fram á næsta fund ráðsins.

6.Dimmuborgir ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201081Vakta málsnúmer

Dimmuborgir ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu fram á næsta fund ráðsins.

7.Golfklúbbur Húsavíkur sækir um lóð A við Katlavöll

Málsnúmer 202201100Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir lóð A sem skv. gildu deiliskipulagi golfvallarsvæðis á Húsavík er ætluð til uppbyggingar golfskála.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Golfklúbbnum verði úthlutað lóðinni.

8.Varðandi byggingarreit norðan við fasteignina Hafnarstétt 1

Málsnúmer 202201104Vakta málsnúmer

Hvalasafnið á Húsavík óskar eftir því að byggingarreitur á Hafnarstétt 1 verði settur inn í deiliskipulag miðhafnarsvæðis Húsavíkurhafnar til samræmis við áður gildandi deiliskipulag. Með erindi fylgdu teikningar af hugmyndum að breyttu skipulagi flóttaleiða úr húsinu sem m.a. gera ráð fyrir stigahúsi norðanvert á húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að bæta við byggingarreit norðan við Hafnarstétt 1 við uppfærslu deiliskipulags Miðhafnarsvæðis. Ráðið tekur einnig jákvætt í hugmyndir að endurskoðun flóttaleiða.

9.Eignarhald á landskika sunnan Þorvaldsstaðaár

Málsnúmer 202201068Vakta málsnúmer

Halldór Tumi Ólason og Jón Hallmar Stefánsson, f.h. Halldórs Valdimarssonar og Hallgríms Valdimarssonar óska eftir staðfestingu á eignarhaldi bræðranna á túnlóð í Árbugslág. Með erindi fylgja afrit eldri skjala. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sín sjónarmið í málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa svör sveitarfélagsins.

10.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Til kynningar eru niðurstöður á útboði í nýtt húsnæði fyrir frístund barna.
Ráðið mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum og vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði.

11.Beiðni um nýtingu á kjallara Bakkagötu 15 sem vinnuaðstöðu fyrir gallerí

Málsnúmer 202112095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um nýtingu á hluta af kjallara Bakkagötu 15, Kópaskeri fyrir gallerí og vinnuaðstöðu fyrir listasmíði.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar að taka afstöðu til erindisins og óskar eftir úttekt slökkviliðsstjóra á brunavörnum í kjallara hússins.

12.Aðgengismál fatlaðs fólk / sveitarfélagið / Fasteignasjóður 2021-2022

Málsnúmer 202104043Vakta málsnúmer

Til kynningar eru niðurstöður á úthlutun úr sjóði fyrir bætt aðgengi fólks með fötlun. Einnig liggur fyrir skipulags- og framkvæmdaráði að skipa aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.
Skipulags-og framkvæmdaráð ákveður að skipa framkvæmda- og þjónustufulltrúa sem aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins.

13.Rafhleðslustöðvar á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 202201087Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags-og framkvæmdaráði liggur samningur milli Orkustofnunar og Norðurþings um rafhleðslustöðvar á Kópaskeri og Raufarhöfn. Einnig er tilboð frá Ísorku um uppsetningar og rekstur á þessum rafhleðslustöðvum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir samninginn við Orkustofnun og að farið verði í uppsetningu á rafhleðslustöðvum á Kópaskeri og Raufarhöfn.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til Hverfisráða Öxarfjarðar og Raufarhafnar og óskar eftir áliti á staðsetningu rafhleðslustöðvanna.

14.Ósk um samstarf við Norðurþing vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2022

Málsnúmer 202201052Vakta málsnúmer

Á 385. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð fagnar áformum um að Söngkeppni framhaldsskólanna 2022 verði haldin á Húsavík og tekur jákvætt í erindið og því frumkvæði sem því fylgir.
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu.

15.Hverfisráð Öxarfjarðar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111166Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar máli nr. 4 einnig til skipulags og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:15.