Dimmuborgir ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52
Málsnúmer 202201081
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022
Dimmuborgir ehf óska eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022
Dimmuborgir ehf. óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu. Erindið var áður tekið fyrir á fundi þann 1. febrúar en þá var afgreiðslu frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur tekið þá afstöðu að bjóða Árbæ ehf lóðina sbr. fundarlið 1.
Í ljósi fyrirliggjandi áhuga fyrir uppbyggingu minni raðhúsaíbúða hefur ráðið tekið þá ákvörðun að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem fælist í því að heimila að á lóðinni að Lyngholti 26-32 megi byggja sex íbúða raðhús í stað fjögurra íbúða húss eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa umsækjanda um það ferli.
Í ljósi fyrirliggjandi áhuga fyrir uppbyggingu minni raðhúsaíbúða hefur ráðið tekið þá ákvörðun að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem fælist í því að heimila að á lóðinni að Lyngholti 26-32 megi byggja sex íbúða raðhús í stað fjögurra íbúða húss eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa umsækjanda um það ferli.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu fram á næsta fund ráðsins.