Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi að Oddsstöðum-Afaborg

Málsnúmer 202106033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 99. fundur - 08.06.2021

Þorbjörg Jónsdóttir, f.h. lóðarhafa, óskar eftir byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Oddsstaðir - Afaborg (L205694). Fyrir liggja teikningar unnar af K.J. Ark. Fyrirhuguð bygging er 199,1 m² að flatarmáli og 765 m3 að rúmmáli. Burðarvirki húss er úr CLT timbureiningum, útveggir klæddir dökkgrárri álklæðningu og þak klætt Aluzink.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað til sveitarfélagsins.