Óskað eftir nokkrum sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftslagsmálum
Málsnúmer 202106110
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 365. fundur - 24.06.2021
Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við að útbúa verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri eins og kveðið er á um í lögum um loftslagsmál. Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar með fjármagni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sambandið leitar eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga helst víðs vegar um landið við að prufa vefsíðuna sem búið er að setja upp og veita nauðsynlega endurgjöf um þau gögn og upplýsingar sem eru í verkfærakistunni.
Byggðarráð ákveður að óska eftir að taka þátt í rýni verkfærakistunnar og að fulltrúi sveitarfélagsins verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs verði af þáttöku Norðurþings.