Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

365. fundur 24. júní 2021 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, sat fundinn í fjarfundi.

1.Frá kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf.

Málsnúmer 202104098Vakta málsnúmer

Borist hefur úrskurður frá kærunefnd útboðsmála í máli Garðvíkur ehf. gegn sveitarfélaginu Norðurþingi, Trésmiðjunni Rein ehf. og Vinnuvélum Eyþórs ehf.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi bókun;
Undirritaður fær ekki betur séð en að úrskurður Kærunefndar Útboðsmála hefur í för með sér að megininnkaup þjónustu og verklegra framkvæmda undir útboðsmörkum verður á grundvelli B hluta rammasamninga um þjónustu Iðnmeistara. Fara þarf sérstaklega yfir innkaupaferli Norðurþings vegna þessa og gæta þess að aðilum rammasamninga verði ekki gefið færi á frekari kærumálum.
Um B hluta rammasamnings RK-17 um þjónustu iðnaðarmanna segir: Þegar umfang innkaupa er meira en 500 tímar eða aðrir en skilmálar í fastverðshluta (s.s. véla- og tækjaverð ekki innifalið, verktími ekki skilgreindur, eftirlit hjá kaupanda o.s.frv.) skal bjóða það út með örútboði í örútboðshluta samningsins (B - Hluta) eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.
Þetta þýðir með öðrum orðum að meginþorri allrar aðkeyptrar þjónustu og verklegra framkvæmda Norðurþings skal keyptur á grundvelli þessa samnings. Það sama á við um Orkuveitu Húsavíkur ohf., Dvalarheimili aldraðra á Húsavík og Hafnarsjóðs Norðurþings.
Um rammasamninginn gilda ákvæði samningsréttar á grundvelli laga um samninga og er meginstef þeirra laga að samninga skal efna. Með vísan í framangreinds þarf að fara yfir alla innkaupaferla Norðurþings með það að markmiði að ekki verði um brot að ræða á gerðum samningi. Á þessu bera kjörnir fulltrúar ábyrgð.
Til upplýsingar, þá þarf Norðurþing að greiða 500.000.- krónur til kæranda auk þess kemur fram í úrskurði kærunefndar frá 11 júni sl. að ,,lagt er fyrir varnaraðila að framkvæma örútboð á grundvelli rammasamningsins. Gætt skal að því að umfang verksins sé skýrlega afmarkað gagnvart þeim verkþáttum sem hið boðna verk lýtur að og þannig að iðnmeistarar sem heimildir hafa til þess að vinna verkið geti tekið þátt í örútboðinu á grundvelli gildandi rammasamnings. Gera verður þær kröfur til varnaraðila að ábyrgð á verkinu og umfang þess sé skilmerkilega ákvarðað áður en örútboð fer fram, meðal annars í ljósi þess sem að framan greinir.'' M.ö.o. rétt er að bjóða verkið út að nýju með þeim kvöðum/skyldum sem örútboðum fylgja.

Meirihluti byggðarráðs óskar bókað;
Vakin er athygli á því að við úrvinnslu málsins nutu starfsmenn framkvæmdasviðs ráðleggingar Ríkiskaupa.

2.Staða atvinnuuppbyggingar í Norðurþingi

Málsnúmer 202106092Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir stöðu helstu mála er varða ný atvinnutækifæri í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

3.Tillögur sveitarfélaga um fulltrúa í samráðsvettvang

Málsnúmer 202106030Vakta málsnúmer

SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna.
Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og hvetjum við ykkur því til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.
Byggðarráð tilnefnir eftirtalda aðila;

Birgitta Bjarney Svavarsdóttir, verslunareigandi og atvinnurekandi
Davíð Atli Gunnarsson, nemi

Helena Eydís Ingólfsdóttir, kjörinn fulltrúi
Kristján Friðrik Sigurðsson, kjörinn fulltrúi

4.Frumherji - þjónusta við austursvæði Norðurþings

Málsnúmer 202106003Vakta málsnúmer

Á 364. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Frumherja um málið.
Lagt fram til kynningar.

5.Samningur vegna verkefna hjá Rannsóknarstöðinni Rifi

Málsnúmer 202106095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur undirritaður samningur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Norðurþings og Náttúrustofu Norðausturlands vegna verkefna hjá Rannsóknarstöðinni Rifi. Samningurinn er til fimm ára og er framlag Norðurþings 3 milljónir á ári yfir samningstímann.
Byggðarráð fagnar því að samningar hafi tekist um fjármögnun grunnrekstrar Rannsóknastöðvarinnar Rifs til fimm ára. Með samningnum verður nýjum forstöðumanni og öðrum sem að rekstrinum koma gert kleift að einbeita sér að því að efla Rif enn frekar meðal annars með þátttöku í fleiri alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og móttöku vísindamanna og námsmanna sem sækja Raufarhöfn heim til að sinna rannsóknum.


6.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstaryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til maí 2021 ásamt yfirliti yfir þróun útsvarstekna fyrstu sex mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

7.Atvinnuátak 16-17 ára ungmenna sumar 2021 - viðauki

Málsnúmer 202106078Vakta málsnúmer

Á 94. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.

Viðaukinn er að fjárhæð 3.240.000 og er gert ráð fyrir að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.

8.Útboð á tryggingum Norðurþings 2021

Málsnúmer 202105099Vakta málsnúmer

Borist hefur tilboð frá Consello ehf. vegna umsjónar með útboði á tryggingum sveitarfélagsins en núgildandi samningur við VÍS rennur út um næstu áramót.
Byggðarráð samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði frá Consello ehf. og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

9.Yfirlit yfir fjárfestingar Norðurþings 2020

Málsnúmer 202106067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 202106065Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá forsætisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög og stofnanir þeirra eru hvött til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihópi forsætisráðuneytisins og koma áætlun um um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðilegu og kynbundnu ofbeldi til framkvæmdar.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í fjölskylduráði.

Lagt fram til kynningar.

11.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfis vegna viðburðar á Húsavík nk laugardagskvöld 26. júní

Málsnúmer 202106091Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá sýslumanninum á norðurlandi eystra um umsögn um tækifærisleyfi vegna viðburðar á Húsavík laugardagskvöldið nk. 26. júní.
Byggðarráð veiti jákvæða umsögn vegna viðburðarins.

12.Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 202003070Vakta málsnúmer

Borist hefur svar frá Styrktarsjóði EBÍ vegna umsóknar sveitarfélagsins um styrk til uppsetningar Eurovision-biðskýlis og hlaut verkefnið styrk upp á 400.000 krónur.
Byggðarráð þakkar fyrir og lýsir yfir ánægju með styrkveitinguna og felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila um nýtingu styrksins.

13.Ósk um styrk til kaupa á hjólastóla fjallahjólum

Málsnúmer 202106018Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Samtökum Endurhæfðra Mænuskaddaðra þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á fjórum hjólastóla fjallahjólum sem eru með rafmagns hjálparmótorum en eitt slíkt hjól kostar 2,5 milljónir króna.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni að þessu sinni.

14.Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2021

Málsnúmer 202106043Vakta málsnúmer

Framfarafélag Öxarfjarðar óskar eftir styrk að fjárhæð 200.000 krónur vegna árlegrar Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri sem fram fór 18.-20. júní sl.
Fulltrúar hafa þegar samþykkt styrkbeiðnina í gegnum tölvupóst og staðfestir ákvörðunina hér með.

15.Styrkbeiðni vegna ritunar ævisögu Sveins Þórarinssonar

Málsnúmer 202106080Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Jóni Hjaltasyni þar sem óskað er eftir styrk til ritunar á ævisögu Sveins Þórarinssonar sem var faðir Jóns Sveinssonar, Nonna. Óskað er eftir styrk sem nemur átta vinnumánuðum en áætlað er að verkið taki um 44 mánuði.
Byggðarráð þakkar erindið og þykir verkefnið áhugavert en sér sér ekki fært að verða við beiðninni að þessu sinni.

16.Fundargerðir stjórnar DA 2021

Málsnúmer 202102144Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar DA frá aðalfundi 2021, stjórnarfundi 22. júní sl. og 1. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 27. fundar stjórnar SSNE frá 9. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2019-2021

Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 73. - 81. fundar stjórnar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá september 2020 til apríl 2021.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir fulltrúaráðs HNÞ bs. 2020-2022

Málsnúmer 202012062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 13. fundar fulltrúaráðs Héraðnefndar Þingeyinga bs. frá 8. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

20.Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum - Drög að stefnu

Málsnúmer 202106079Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum sem unnin er af starfshóp sem ráðherra skipaði í desember 2020. Umsagnarfrestur er til 8. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Óskað eftir nokkrum sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftslagsmálum

Málsnúmer 202106110Vakta málsnúmer

Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við að útbúa verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri eins og kveðið er á um í lögum um loftslagsmál. Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar með fjármagni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sambandið leitar eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga helst víðs vegar um landið við að prufa vefsíðuna sem búið er að setja upp og veita nauðsynlega endurgjöf um þau gögn og upplýsingar sem eru í verkfærakistunni.
Byggðarráð ákveður að óska eftir að taka þátt í rýni verkfærakistunnar og að fulltrúi sveitarfélagsins verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs verði af þáttöku Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 10:20.