Styrktarsjóður EBÍ
Málsnúmer 202003070
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 321. fundur - 26.03.2020
Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Sveitarfélaginu er hér með boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum þess. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Vísað til umræðu í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020
Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Sveitarfélaginu er hér með boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum þess. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Erindið var tekið fyrir á Byggðaráðsfundi nr. 321 sem bókaði eftirfarandi;
"Vísað til umræðu í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði".
"Vísað til umræðu í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði".
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands þar sem minnt er á styrktarsjóð félagsins og að umsóknir vegna sérstakra framfaraverkefna sveitarfélaga skulu hafa borist sjóðnum fyrir apríllok.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu;
Að sótt verði um styrk fyrir verkefnið í kringum Eurovision-biðskýli sem er verið að reyna að koma upp við Norðurgarð. Sveitartjóra verði falið að vinna umsókn og skila inn fyrir hönd Norðurþings og vera áfram í samtali við Húsavíkurstofu um verkefnið.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Að sótt verði um styrk fyrir verkefnið í kringum Eurovision-biðskýli sem er verið að reyna að koma upp við Norðurgarð. Sveitartjóra verði falið að vinna umsókn og skila inn fyrir hönd Norðurþings og vera áfram í samtali við Húsavíkurstofu um verkefnið.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Byggðarráð Norðurþings - 365. fundur - 24.06.2021
Borist hefur svar frá Styrktarsjóði EBÍ vegna umsóknar sveitarfélagsins um styrk til uppsetningar Eurovision-biðskýlis og hlaut verkefnið styrk upp á 400.000 krónur.
Byggðarráð þakkar fyrir og lýsir yfir ánægju með styrkveitinguna og felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila um nýtingu styrksins.