Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur Norðurþings 2020
Málsnúmer 202103006Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2020.
Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi.
Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi.
Byggðarráð þakkar Níelsi fyrir góða yfirferð og vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2.Málefni Skúlagarðs - rekstur sumarið 2021
Málsnúmer 202104058Vakta málsnúmer
Til umræðu eru málefni Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. og rekstur húsnæðis félagsins á komandi sumri. Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi kemur til fundarins en hún hefur unnið að málinu með formanni stjórnar félagsins s.l. daga.
Byggðarráð þakkar Charlottu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð yfir málefni Skúlagarðs.
Fyrir stjórn Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. liggur að semja við rekstraraðila Skúlagarðs fyrir komandi sumar.
Fyrir stjórn Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. liggur að semja við rekstraraðila Skúlagarðs fyrir komandi sumar.
3.Samtal byggðarráðs við forsvarsmenn Samkaupa hf.
Málsnúmer 202104038Vakta málsnúmer
Á 356. fundi byggðarráðs var til umræðu staða verslunar og þjónustu á Húsavík, á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.
Á fund byggðarráðs kemur Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.
Á fund byggðarráðs kemur Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.
Byggðarráð þakkar Gunnari Agli fyrir komuna á fundinn og góðar umræður um matvöruverslun á Húsavík sem þjónar stóru svæði.
Byggðarráð telur mikilvægt að úrbætur verði gerðar á stöðu matvöruverslunar á Húsavík.
Byggðarráð telur mikilvægt að úrbætur verði gerðar á stöðu matvöruverslunar á Húsavík.
4.Ósk um umsögn vegna ábendingar um skaðlegar athafnir sveitarfélagsins
Málsnúmer 202012095Vakta málsnúmer
Fyrir liggur afstaða Samkeppniseftirlitsins varðandi ábendingu sem stofnuninni barst frá Gentle Giants-Hvalaferðum ehf. vegna meintra skaðlegra athafna sveitarfélagsins.
Í bréfinu kemur fram að með hliðsjón af heimild Samkeppniseftirlitsins til forgangsröðunar og fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá eftirlitinu, m.a. vegna yfirstandandi heilsuvár af völdum COVID-19 hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að aðhafast ekki frekar að eigin frumkvæði, að svo stöddu, á grundvelli ábendingar Gentle Giants.
Í bréfinu kemur fram að með hliðsjón af heimild Samkeppniseftirlitsins til forgangsröðunar og fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá eftirlitinu, m.a. vegna yfirstandandi heilsuvár af völdum COVID-19 hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að aðhafast ekki frekar að eigin frumkvæði, að svo stöddu, á grundvelli ábendingar Gentle Giants.
Lagt fram til kynningar.
5.Lækkun vatnsgjalds til að mæta hækkun sorphirðugjalda
Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að tekin verði umræða um lækkun vatnsgjalds og gjaldskrá sorpgjalda.
Greinargerð:
Eins og fram hefur komið þá hefur kostnaður við meðhöndlun úrgangsmála aukist gríðarlega. Ein að ráðstöfunum meirihluta Norðurþings var að lækka vantsgjald sem innheimt er með fasteignagjöldum, heildarupphæð lækkunar nam um 18 milljónum króna og lækka tekjur Orkuveitu Húsavíkur ohf sem því nemur.
Eins og fram kom í þeirri umræðu, þá er málum þannig háttað í Norðurþing að aðeins hluti íbúa nýtur þessa afsláttar. Í hinum dreifðu byggðum eru íbúar í mörgum tilfellum með eigin vatnsveitu sem hefur ekki kallað á fjárfestingar eða viðhalds af hálfu sveitarfélagsins.
Þessir aðilar njóta því ekki ávinning af framangreindri aðgerð og greiða þar af leiðandi hækkun sorpgjalda í mun meira mæli en aðrir íbúar sveitarfélagsins. Óskað er eftir aðgerðum fyrir þessa aðili með tilliti til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Greinargerð:
Eins og fram hefur komið þá hefur kostnaður við meðhöndlun úrgangsmála aukist gríðarlega. Ein að ráðstöfunum meirihluta Norðurþings var að lækka vantsgjald sem innheimt er með fasteignagjöldum, heildarupphæð lækkunar nam um 18 milljónum króna og lækka tekjur Orkuveitu Húsavíkur ohf sem því nemur.
Eins og fram kom í þeirri umræðu, þá er málum þannig háttað í Norðurþing að aðeins hluti íbúa nýtur þessa afsláttar. Í hinum dreifðu byggðum eru íbúar í mörgum tilfellum með eigin vatnsveitu sem hefur ekki kallað á fjárfestingar eða viðhalds af hálfu sveitarfélagsins.
Þessir aðilar njóta því ekki ávinning af framangreindri aðgerð og greiða þar af leiðandi hækkun sorpgjalda í mun meira mæli en aðrir íbúar sveitarfélagsins. Óskað er eftir aðgerðum fyrir þessa aðili með tilliti til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi.
6.Uppbyggingarsamningur Golfklúbbs Húsavíkur
Málsnúmer 202104063Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að eftirfarandi mál verði tekið fyrir á fundi byggðarráðs:
Á 346. fundi fundi byggðarráðs þann 26. nóvember 2020 komu fulltrúar Golfklúbbs Húsavíkur til fundar. Eftirfarandi var m.a. bókað á fundinum; „Byggðarráð óskaði eftir afstöðu klúbbsins til áframhaldandi vinnu samkvæmt uppleggi í samningi um að reisa klúbbhús norðan Þorvaldsstaðarár.
Nú liggur fyrir endurskoðuð skýr afstaða stjórnar Golfklúbbsins um að nýr golfskáli fái að rísa norðan Þorvaldsstaðarár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að uppleggi sem miði að þessari sýn og þeim kjarna sem finna má í uppbyggingarsamningi sem gerður var á sínum tíma, á næsta fundi ráðsins. Ljóst er að fara þarf ítarlegar yfir kostnaðargreiningu og taka afstöðu til hennar er varðar upphaflega hugmynd að nýrri byggingu.
Sveitarfélagið Norðurþing gerði á sínum tíma uppbyggingarsamning við klúbbinn.
Á 346. fundi fundi byggðarráðs þann 26. nóvember 2020 komu fulltrúar Golfklúbbs Húsavíkur til fundar. Eftirfarandi var m.a. bókað á fundinum; „Byggðarráð óskaði eftir afstöðu klúbbsins til áframhaldandi vinnu samkvæmt uppleggi í samningi um að reisa klúbbhús norðan Þorvaldsstaðarár.
Nú liggur fyrir endurskoðuð skýr afstaða stjórnar Golfklúbbsins um að nýr golfskáli fái að rísa norðan Þorvaldsstaðarár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að uppleggi sem miði að þessari sýn og þeim kjarna sem finna má í uppbyggingarsamningi sem gerður var á sínum tíma, á næsta fundi ráðsins. Ljóst er að fara þarf ítarlegar yfir kostnaðargreiningu og taka afstöðu til hennar er varðar upphaflega hugmynd að nýrri byggingu.
Sveitarfélagið Norðurþing gerði á sínum tíma uppbyggingarsamning við klúbbinn.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun um málið á næsta fundi og sveitarstjóri leggur fram minnisblað um stöðu málsins.
7.Nýting veiðidaga hjá Veiðifélagi Litluárvatna vegna COVID-19 sumarið 2021
Málsnúmer 202104027Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að eigendum Veiðifélags Litluárvatna stendur til boða að nýta veiðidaga í samræmi við eignarhlut sinn vegna fyrirséðrar minni aðsóknar á komandi sumri. Norðurþing hefur vegna þessa 10 stangir til úthlutunar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidagana fyrir íbúa Norðurþings til umsóknar á sama hátt og gert var á síðasta ári. Byggðarráð mun draga úr umsóknum verði þær fleiri en þeir dagar sem eru í boði.
8.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur 2021
Málsnúmer 202104055Vakta málsnúmer
Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2021 verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, miðvikudaginn 21. apríl kl. 10:00.
Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna aðila til að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna aðila til að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð tilnefnir Helenu Eydísi Ingólfsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Hjálmar Boga Hafliðason til vara.
9.Fundarboð - Ársfundur Stapa Lífeyrissjóðs 2021
Málsnúmer 202104059Vakta málsnúmer
Boðað er til ársfundar Stapa lífeyrissjóðs miðvikudaginn 5. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Drífu Valdimarsdóttur til vara.
10.Aðalfundur Veiðifélags Deildarár 2021
Málsnúmer 202104035Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundur veiðifélags Deildarár þann 24. apríl nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.
Byggðarráð tilnefnir Benóný Val Jakobsson sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Svövu Árnadóttur til vara.
11.Fundargerðir stjórnar DA 2021
Málsnúmer 202102144Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 23. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Styrktarsjóður EBÍ
Málsnúmer 202003070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands þar sem minnt er á styrktarsjóð félagsins og að umsóknir vegna sérstakra framfaraverkefna sveitarfélaga skulu hafa borist sjóðnum fyrir apríllok.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu;
Að sótt verði um styrk fyrir verkefnið í kringum Eurovision-biðskýli sem er verið að reyna að koma upp við Norðurgarð. Sveitartjóra verði falið að vinna umsókn og skila inn fyrir hönd Norðurþings og vera áfram í samtali við Húsavíkurstofu um verkefnið.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Að sótt verði um styrk fyrir verkefnið í kringum Eurovision-biðskýli sem er verið að reyna að koma upp við Norðurgarð. Sveitartjóra verði falið að vinna umsókn og skila inn fyrir hönd Norðurþings og vera áfram í samtali við Húsavíkurstofu um verkefnið.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
13.Framlag til orlofsnefnda húsmæðra 2021
Málsnúmer 202104018Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 120,51 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
14.Uppfærð birtingaráætlun frá Markaðsstofu Norðurlands
Málsnúmer 202104005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur uppfærð birtingaáætlun Markaðsstofu Norðurlands fyrir vetur og vor 2021.
Lagt fram til kynningar.
15.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102146Vakta málsnúmer
Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1108.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1108.html
Lagt fram til kynningar.
16.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Á 357. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Formaður byggðarráðs leggur til að umræðum um endurskoðun á samþykktum Norðurþings verði frestað til næsta fundar ráðsins þann 8. apríl.
Tillagan er samþykkt.
Formaður byggðarráðs leggur til að umræðum um endurskoðun á samþykktum Norðurþings verði frestað til næsta fundar ráðsins þann 8. apríl.
Tillagan er samþykkt.
Byggðarráð frestar umræðum um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að boða til vinnufundar um endurskoðunina á næstu vikum.
17.Samkomulag um afgjald vegna vatnsnotkunar í fiskeldi Rifóss á Röndinni
Málsnúmer 202102058Vakta málsnúmer
Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Fyrir byggðarráði liggja nú ný drög að samningi með breytingartillögum leigutaka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Fyrir byggðarráði liggja nú ný drög að samningi með breytingartillögum leigutaka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum í samræmi við fyrri samningsdrög og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi sat fundinn undir lið 2.
Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sat fundinn undir lið 3.