Tilnefning svæða í Emerald Network
Málsnúmer 202109062
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021
Borist hefur eftirfarandi upplýsingapóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu;
Bernarsamningurinn um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu tók gildi 1982. Samningurinn er fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.
Ísland gerðist aðili að samningnum 1993. Eins og meðal annarra aðildarríkja samningsins er samningurinn grunnur að náttúruverndarlöggjöf Íslands. Til að fylgja eftir markmiðum sínum um þá vernd sem samningurinn tiltekur geta ríki gert tillögu að svæðum í svokallað Emerald Network. Markmiðið með Emerald Networker að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða ákveðið að gera það í skrefum og gera tillögu að nokkrum svæðum í einu.
Þegar svæði verða hluti af Emerald Network eru gerðar kröfur um lagalega vernd og umsjón svæðanna, sem og vöktun og áætlanir um hvernig vernd og stjórnun verði háttað.
Ákveðið hefur verið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network.
Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.
Svæðin eru:
- Guðlaugstungur
- Vatnajökulsþjóðgarður
- Verndarsvæði Mývatns og Laxár
- Vestmannsvatn
- Þjórsárver
Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum. Sem dæmi má nefna vistgerðirnar rústamýravist í Þjórsárverum og Guðlaugstungum og fjallahveravist í Vatnajökulsþjóðgarði og fuglategundirnar húsönd og flórgoða á verndarsvæði Mývatns og Laxár og Vestmannsvatni.
Með tillögunum er Ísland því að upplýsa önnur aðildarríki um að þessar plöntur, dýr og lífsvæði eru nú þegar vernduð á Íslandi og jafnframt aðtaka þátt í að vinna að framgangi markmiða samningsins.
Bernarsamningurinn um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu tók gildi 1982. Samningurinn er fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.
Ísland gerðist aðili að samningnum 1993. Eins og meðal annarra aðildarríkja samningsins er samningurinn grunnur að náttúruverndarlöggjöf Íslands. Til að fylgja eftir markmiðum sínum um þá vernd sem samningurinn tiltekur geta ríki gert tillögu að svæðum í svokallað Emerald Network. Markmiðið með Emerald Networker að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða ákveðið að gera það í skrefum og gera tillögu að nokkrum svæðum í einu.
Þegar svæði verða hluti af Emerald Network eru gerðar kröfur um lagalega vernd og umsjón svæðanna, sem og vöktun og áætlanir um hvernig vernd og stjórnun verði háttað.
Ákveðið hefur verið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network.
Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.
Svæðin eru:
- Guðlaugstungur
- Vatnajökulsþjóðgarður
- Verndarsvæði Mývatns og Laxár
- Vestmannsvatn
- Þjórsárver
Svæðin hafa verið valin því þau eru þegar undir formlegri vernd sem friðlönd/þjóðgarður/verndarsvæði skv. lögum og vegna þess að þar eru tegundir eða lífsvæði sem mikilvægt er að vernda samkvæmt Bernarsamningnum. Sem dæmi má nefna vistgerðirnar rústamýravist í Þjórsárverum og Guðlaugstungum og fjallahveravist í Vatnajökulsþjóðgarði og fuglategundirnar húsönd og flórgoða á verndarsvæði Mývatns og Laxár og Vestmannsvatni.
Með tillögunum er Ísland því að upplýsa önnur aðildarríki um að þessar plöntur, dýr og lífsvæði eru nú þegar vernduð á Íslandi og jafnframt aðtaka þátt í að vinna að framgangi markmiða samningsins.
Lagt fram til kynningar.