Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð í landi Snartarstaða
Málsnúmer 202111023
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021
RARIK óskar eftir byggingarleyfi fyrir aðveitustöð á nýlega stofnaðri lóð í landi Snartarstaða. Fyrir liggja teikningar unnar af Helga Hafliðasyni arkitekt. Heildarflatarmál húss er 432,2 m² sem deilist á kjallara og aðalhæð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu nágrönnum í Brekku í Núpasveit og ábúendum á Snartarstöðum áður en afstaða er tekin til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 116. fundur - 11.01.2022
Nú er lokið grenndarkynningu vegna óskar um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð RARIK á lóð úr landi Snartarstaða. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna. Fyrirhuguð bygging er teiknuð af Helga Hafliðasyni arkitekt. Birt flatarmál húss er 321,6 m², þar af 106,5 í kjallara.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir aðveitustöðinni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.