Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð í landi Snartarstaða
Málsnúmer 202111023Vakta málsnúmer
Nú er lokið grenndarkynningu vegna óskar um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð RARIK á lóð úr landi Snartarstaða. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna. Fyrirhuguð bygging er teiknuð af Helga Hafliðasyni arkitekt. Birt flatarmál húss er 321,6 m², þar af 106,5 í kjallara.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir aðveitustöðinni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.
2.Umsókn um lóð undir spennistöðvarhús við Auðbrekku
Málsnúmer 202112079Vakta málsnúmer
RARIK óskar eftir 36 m² lóð undir spennistöð við Auðbrekku. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað. Jákvæðar umsagnir liggja fyrir frá Orkuveitu Húsavíkur vegna mannvirkis þeirra á svæðinu. Ennfremur liggur fyrir jákvæð umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna nálægðar við íþróttavöll.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði úthlutað lóðinni.
3.Skipulagsbreytingar hjá Norðurþingi
Málsnúmer 201905131Vakta málsnúmer
Fjallað var um skipulagsbreytingar á framkvæmdasviði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa eftir verkstjóra í þjónustumiðstöð á Húsavík þar sem m.a. verður lögð áhersla á garðyrkju og umhverfismál.
4.Fundargerðir HNE 2021
Málsnúmer 202101148Vakta málsnúmer
Á 382. fundi byggðarráðs var bókað: Byggðarráð vísar lið 3 undir önnur mál til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
5.Kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf. mál nr. 30/2021
6.Íslandsmót í tímatöku og götuhjólreiðum sumarið 2022
Málsnúmer 202201020Vakta málsnúmer
Hjólreiðafélag Akureyrar hefur tekið að sér að halda Íslandsmót í tímatöku og götuhjólreiðum fyrir Hjólreiðasamband Íslands sumarið 2022, þar sem m.a. verður hjólað innan Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið.
7.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021
Málsnúmer 202101143Vakta málsnúmer
Til kynningar var 440. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Á 440. fundi Hafnasambands Íslands lýsir stjórn sambandsins ánægju með niðurstöðu dóms í máli E-46/2020 Hafnasjóðs Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. Sambandið telur að tekið sé undir öll þau sjónarmið sem hafnasambandið hefur haldið fram á undanförnum árum.
8.Raufarhöfn. Austurgarður endurbygging.
Málsnúmer 202201023Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði lá minnisblað um úttekt sem gerð var á ástandi timburbryggju á Austurgarði á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar.
9.Kópaskershöfn, hafnabætur og sjóvarnir.
Málsnúmer 202201019Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði lá minnisblað um hafnaraðstöðu á Kópaskeri og mögulegar leiðir til úrbóta.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir um sjóvarnir við Kópaskershöfn. Ráðið felur hafnarstjóra að kostnaðargreina áframhaldandi þróunarvinnu.
Fundi slitið - kl. 15:25.
Jónas Einarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 3-6.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 7-9.