Fara í efni

Ósk um styrk og samstarf við Norðurþing að halda skógræktarlandi fjárlausu

Málsnúmer 202111138

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 380. fundur - 25.11.2021

Skógræktarfélag Húsavíkur hefur fengið árlega styrki til uppgræðslu, það er einlæg ósk félagsins að Norðurþing verði áfram bakhjarl Skógræktarfélags Húsavíkur. Sótt er um styrkupphæð krónur 750.000- á árinu 2022.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 114. fundur - 30.11.2021

Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir að gert verði ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar girðingar á suðurjaðri skógræktarsvæðisins. Komið hefur fram jákvætt viðhorf Kolviðar um kostnaðarþátttöku í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdarráð tekur vel í erindið. Unnið er að hugmyndum um nýja legu bæjargirðingar á landamerkjum Laxamýrar og Saltvíkur.
Þegar kostnaður liggur fyrir verður tekin afstaða til fjármögnunnar úr óráðstöfuðu framkvæmdafé 2022.
Ósk um styrk verður tekin fyrir í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021

Skógræktarfélag Húsavíkur hefur fengið árlega styrki til uppgræðslu, það er einlæg ósk félagsins að Norðurþing verði áfram bakhjarl Skógræktarfélags Húsavíkur. Sótt er um styrkupphæð krónur 750.000- á árinu 2022.
Erindinu var frestað á 380. fundi byggðarráðs.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skógræktarfélag Húsavíkur um 500.000 krónur á árinu 2022.