Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Almennt um sorpmál 2020
Málsnúmer 202001018Vakta málsnúmer
Fyrir fundi liggur ársskýrsla Íslenska Gámafélagsins 2020 um sorphirðu í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar
2.Ósk um styrk og samstarf við Norðurþing að halda skógræktarlandi fjárlausu
Málsnúmer 202111138Vakta málsnúmer
Skógræktarfélag Húsavíkur óskar eftir að gert verði ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar girðingar á suðurjaðri skógræktarsvæðisins. Komið hefur fram jákvætt viðhorf Kolviðar um kostnaðarþátttöku í verkefninu.
Skipulags- og framkvæmdarráð tekur vel í erindið. Unnið er að hugmyndum um nýja legu bæjargirðingar á landamerkjum Laxamýrar og Saltvíkur.
Þegar kostnaður liggur fyrir verður tekin afstaða til fjármögnunnar úr óráðstöfuðu framkvæmdafé 2022.
Ósk um styrk verður tekin fyrir í byggðarráði.
Þegar kostnaður liggur fyrir verður tekin afstaða til fjármögnunnar úr óráðstöfuðu framkvæmdafé 2022.
Ósk um styrk verður tekin fyrir í byggðarráði.
3.Grisjun og snyrting á skógræktarreitnum í Skálabrekku
Málsnúmer 202111159Vakta málsnúmer
Erindi barst frá Skógræktarfélagi Húsavíkur og er til afgreiðslu ráðsins.
"Fyrir hönd Skógræktarfélags Húsavíkur bjóðumst við til, í samráði umhverfisstjóra, að taka að okkur grisjun og snyrtingu á skógræktarreitnum í Skálabrekku. Til verksins hugsum við okkur að fá vana grisjunarmenn. Skógræktarfélagið mun standa straum af kostnaði við vinnu verktaka og jafnframt hefur verið gert samkomulag við PCC um kaup á grisjunarviðnum sem mun standa undir hluta kostnaðar við verkefnið. Áætlað er framkvæma grisjunina á næstu vikum.
Fyrir hönd Skógræktarfélags Húsavíkur
Árni Sigurbjarnarson"
"Fyrir hönd Skógræktarfélags Húsavíkur bjóðumst við til, í samráði umhverfisstjóra, að taka að okkur grisjun og snyrtingu á skógræktarreitnum í Skálabrekku. Til verksins hugsum við okkur að fá vana grisjunarmenn. Skógræktarfélagið mun standa straum af kostnaði við vinnu verktaka og jafnframt hefur verið gert samkomulag við PCC um kaup á grisjunarviðnum sem mun standa undir hluta kostnaðar við verkefnið. Áætlað er framkvæma grisjunina á næstu vikum.
Fyrir hönd Skógræktarfélags Húsavíkur
Árni Sigurbjarnarson"
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Skógræktarfélaginu fyrir frumkvæðið. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samráð við Skógræktarfélag Húsavíkur um grisjun í skógræktarreit í Skálabrekku. Ráðið veitir Skógræktarfélaginu heimild til að selja grisjunarvið til að koma til móts við kostnað.
4.Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.
Málsnúmer 201911005Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði á 111. fundi sínum 9. nóvember sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðarmat vegna viðhalds húsnæðisins og leggi fyrir ráðið aftur fyrir lok nóvember.
Fyrir ráðinu liggur kostnaðarmat vegna utanhúsviðhalds á Aðalbraut 23.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðarmat vegna viðhalds húsnæðisins og leggi fyrir ráðið aftur fyrir lok nóvember.
Fyrir ráðinu liggur kostnaðarmat vegna utanhúsviðhalds á Aðalbraut 23.
Skipulags-og framvæmdaráð samþykkir að farið verði í að skipta út þaki og aðalinngangi á árinu 2022.
5.Beiðni um frágang kaupsamnings og afsals vegna Hafnarbrautar 2 Raufarhöfn
Málsnúmer 202111115Vakta málsnúmer
Fyrirhuguð eru eigendaskipti á Hafnarbraut 2, Raufarhöfn. Norðurþing er afsalshafi á fasteigninni og eru kvaðir um endurbætur á húsinu skv. samningi. Ráðið þarf að taka afstöðu til þess hvort gefa eigi út afsal á þessum tímapunkti.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir heimild fyrir útgáfu afsals og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá afsalinu.
6.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasvið 2022
Málsnúmer 202111048Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggur framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasviðs, til umræðu, eftir breytingar byggðaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
7.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs 2022
Málsnúmer 202111127Vakta málsnúmer
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð liggur framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs, til umræðu, eftir breytingar Byggðaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun hafna og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
8.Örútboð bifreiða stjórnsýsluhússins
Málsnúmer 202111116Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggja niðurstöður örútboðs á tveimur tengiltvinnbifreiðum.
Skipulags-og framkvæmdaráð samþykkir að keyptir verði tveir Hyundai Tucson bílar samkvæmt tilboði BL ehf.
9.Húsnæði fyrir starfsstöð héraðsseturs Landgræðslunnar á Norðurlandi Eystra
Málsnúmer 202109059Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur erindi frá Landgræðslu Ríkisins þar sem óskað er eftir að leigja gamla skólahúsið í Lundi undir starfsemi Landgræðslunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi um málið á 109. fundi sínum 19 okóber sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við Landgræðsluna um húsnæðið samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati á endurbótum.
Hjálmar Bogi óskar bókað: Undirritaður þakkar Landgræðslunni kærlega fyrir svarið.
Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi um málið á 109. fundi sínum 19 okóber sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við Landgræðsluna um húsnæðið samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati á endurbótum.
Hjálmar Bogi óskar bókað: Undirritaður þakkar Landgræðslunni kærlega fyrir svarið.
Skipulags- og framkvæmdaráð sér sér ekki fært að fara í þær breytingar sem nauðsynlegar eru á húsnæðinu fyrir þessa starfssemi, t.d. kröfur um eldvarnir. Breytingarnar væru mjög kostnaðarsamar sem væntanlegar leigutekjur myndu ekki standa undir nema að litlum hluta.
10.Gjaldskrá rotþróa 2022
Málsnúmer 202111179Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrá rotþróa 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 1-3.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 7.