Fara í efni

Samfélagsgróðurhús á Húsavík

Málsnúmer 202202118

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 424. fundur - 23.03.2023

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um vinnu við umsókn í sjóði vegna verkefnisins Samfélagsgróðurhús á Húsavík. Verkefnið byggir á Horizon 2020 verkefninu Crowdthermal sem Eimur tók þátt í og lauk í árslok 2022. Haustið 2022 var haldinn opinn íbúafundur og verkefnið kynnt. Þar mættu hátt í 40 íbúar og tóku þátt í umræðum um mögulegar útfærslur og er sú sem varð ofan á viðfang þeirrar umsóknar sem er í vinnslu.

Umsóknaraðili er Eimur fyrir hönd óstofnaðs félags um verkefnið. Óskað er eftir yfirlýsingu um samstarfsvilja af hendi Norðurþings til að verkefnið geti orðið að veruleika.
Byggðarráð lýsir yfir samstarfsvilja til að verkefnið geti orðið að veruleika með fyrirvara um fjármögnum þar sem ekki liggur fyrir kostnaður við verkefnið.