Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Erindisbréf fastaráða Norðurþings
Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra erindisbréfið í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
2.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings
Málsnúmer 202302025Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra drögin og leggja fyrir ráðið að nýju.
3.Samningur um hýsingu og rekstur.
Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs mætti fulltrúi frá Advania og fór yfir samninga við Norðurþing vegna hýsingar og reksturs á kerfum sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Jónasi Sigurþóri Sigfússyni frá Advania fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu.
4.Markaðsherferð fyrir Húsavík
Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs mætti Örlygur Hnefill Örlygsson og kynnti markaðsherferðina "Heimabærinn minn" sem Húsavíkurstofa er að undirbúa.
Byggðarráð þakkar Örlygi Hnefli verkefnastjóra Húsavíkurstofu fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á markaðsherferðinni Heimabærinn minn.
5.Samfélagsgróðurhús á Húsavík
Málsnúmer 202202118Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um vinnu við umsókn í sjóði vegna verkefnisins Samfélagsgróðurhús á Húsavík. Verkefnið byggir á Horizon 2020 verkefninu Crowdthermal sem Eimur tók þátt í og lauk í árslok 2022. Haustið 2022 var haldinn opinn íbúafundur og verkefnið kynnt. Þar mættu hátt í 40 íbúar og tóku þátt í umræðum um mögulegar útfærslur og er sú sem varð ofan á viðfang þeirrar umsóknar sem er í vinnslu.
Umsóknaraðili er Eimur fyrir hönd óstofnaðs félags um verkefnið. Óskað er eftir yfirlýsingu um samstarfsvilja af hendi Norðurþings til að verkefnið geti orðið að veruleika.
Umsóknaraðili er Eimur fyrir hönd óstofnaðs félags um verkefnið. Óskað er eftir yfirlýsingu um samstarfsvilja af hendi Norðurþings til að verkefnið geti orðið að veruleika.
Byggðarráð lýsir yfir samstarfsvilja til að verkefnið geti orðið að veruleika með fyrirvara um fjármögnum þar sem ekki liggur fyrir kostnaður við verkefnið.
6.Fundarboð Skúlagarðs fasteignafélags ehf - Hluthafafundum 2023
Málsnúmer 202303038Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að veita umboð fyrir hönd Norðurþings til setu á hluthafafundum á árinu 2023 í Skúlagarði- fasteignafélagi ehf.
Byggðarráð veitir Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra umboð fyrir hönd Norðurþings til setu á hluthafa fundum í Skúlagarði- fasteignafélagi ehf. á árinu 2023.
7.Fulltrúaráðsfundur Stapa 2023
Málsnúmer 202303073Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa á fulltrúaráðsfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður 12. apríl nk.
Byggðarráð skipar Berg Elías Ágústsson sem fulltrúa á fundinum og Bergþór Bjarnason til vara fyrir hönd Norðurþings.
8.Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum - könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna
Málsnúmer 202303057Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur: Bréf til allra sveitarstjórna um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og hvatningu um að öll sveitarfélög svari fyrir 31. mars nk. könnun í tilefni af skýrslugerð Íslands til Sameinuðu þjóðanna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara meðfylgjandi könnun.
9.Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 202303072Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.2023
Málsnúmer 202303054Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 31. mars 2023 kl. 16:30.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra sem fulltrúa á fundinum.
11.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2022
Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Húsavíkurstofu frá 9. fundi haldinn 7. febrúar sl. og 10. fundar haldinn 7. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir stjórnar MMÞ
Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 22. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
13.Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka
Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum fundargerð stýrihóps um grænan iðngarð á Bakka frá fyrsta fundi hópsins sem haldinn var í fjarfundi þann 13. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 202211036Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2023 frá: 96. fundi 9. janúar, 97. fundi 6. febrúar og 98. fundi 6. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.
15.Velferðarnefnd til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023
Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál.
Lagt fram til kynningar.
16.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og fumvörp 2023
Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eru mál nr. 126, 128, 165 og 795.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Undir lið nr. 3 sat fundinn frá Advania Jónas Sigurþór Sigfússon
Undir lið nr 4. sat fundinn frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson.