Fara í efni

Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings

Málsnúmer 202302025

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 424. fundur - 23.03.2023

Fyrir byggðarráði liggja reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra drögin og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 425. fundur - 30.03.2023

Fyrir byggðarráði liggja reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum, um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 133. fundur - 13.04.2023

Á 425. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum, um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún, Hjálmar, Aldey og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings.


Reglurnar verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins.