Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2022
Málsnúmer 202205111
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 403. fundur - 11.08.2022
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um rammasamninga Ríkiskaupa.
Rammasamningur Ríkiskaupa sem snýr að þjónustu iðnmeistara fyrir sveitarfélög rennur sitt skeið 6. september nk. Norðurþing er aðili að samningnum og taka þarf umræðu um hvort sveitarfélagið hyggst halda áfram að vera aðili að þessum kafla rammasamninganna eða segja sig úr honum.
Samningur RK 17 tók gildi 07.09.2020 og gildir í tvö ár. Ríkiskaup hefur síðan heimild til þess að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
Rammasamningur Ríkiskaupa sem snýr að þjónustu iðnmeistara fyrir sveitarfélög rennur sitt skeið 6. september nk. Norðurþing er aðili að samningnum og taka þarf umræðu um hvort sveitarfélagið hyggst halda áfram að vera aðili að þessum kafla rammasamninganna eða segja sig úr honum.
Samningur RK 17 tók gildi 07.09.2020 og gildir í tvö ár. Ríkiskaup hefur síðan heimild til þess að framlengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
Byggðarráð Norðurþings - 404. fundur - 25.08.2022
Á 403. fundi byggðarráðs þann 11.08.2022 var bókað: Byggðarráð mun taka málið upp á næsta fundi sínum og taka ákvarðanir hvað varðar endurnýjun á þeim samningum sem renna út á næstu vikum.
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um rammasamning RK-17 um kaup á þjónustu iðnmeistara.
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um rammasamning RK-17 um kaup á þjónustu iðnmeistara.
Byggðarráð samþykkir að segja sig úr rammasamning RK-17 um kaup á þjónustu iðnmeistara. Það er mat ráðsins að ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið innan samningsins. Ráðið telur þá fullt tilefni til að yfirfara innkaupareglur og verkferla við innkaup innan sveitarfélagsins og mun taka það fyrir í ráðinu í beinu framhaldi.
Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um að segja sig frá rammasamningi RK 12 sem snýr að kaupum sveitarfélagsins á byggingavörum. Samningurinn rann sitt skeið 11 desember sl.
Byggðarráð samþykkir að segja sig úr rammasamning RK-12 um kaup á byggingavörum. Það er mat ráðsins að ekki hafi verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hagsmunum sveitarfélagsins sé betur borgið innan samningsins.
Byggðarráð mun taka málið upp á næsta fundi sínum og taka ákvarðanir hvað varðar endurnýjun á þeim samningum sem renna út á næstu vikum.