Fara í efni

Opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2022

Málsnúmer 202206007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 398. fundur - 09.06.2022

Sveitarstjóri kynnir fyrirkomulag opnunartíma stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2022.
Stjórnsýluhús Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri verða lokuð frá 18. júlí til og með 1. ágúst. nk. vegna sumarleyfa og opna aftur kl. 09:00 2. ágúst 2022. Ráðhúsið á Raufarhöfn verður opið í sumar vegna starfsemi annarra fyrirtækja í húsinu.


Þetta er í samræmi við það sem hefur verið undanfarin ár og reynst vel. Starfsemi er í lágmarki, sveitarstjórn í sumarleyfi og lítið af erindum sem koma inn. Ekki verður ráðið inn sumarstarfsfólk á skrifstofuna og því gefur þessi lokun starfsfólki færi á að taka sumarleyfið á þessum tíma. Einnig er lokunin í takt við lokun leikskólanna sem eru lokaðir á þessum tíma.

Fyrirkomulag opnunartíma verður auglýst á vefsíðu Norðurþings.