Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

398. fundur 09. júní 2022 kl. 08:30 - 10:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1. sátu fundinn Kristbjörg María Guðmundsdóttir frá M- studio Reykjavík og Jón Ragnar Magnússon frá Innov.

Ingibjörg, Aldey og Kristján Þór sátu fundinn í fjarfundi.

Aldey Unnar Traustadóttir vék af fundi kl. 09:40

1.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fulltrúar frá M- studio og Innov kynna fyrir byggðarráði skýrslu um samstarfsverkefni um græna iðngarða. Um er að ræða lokaskýrslu verkefnisins, en stefnt er að opnum íbúafundi á næstunni þar sem niðurstöður vinnunnar verða kynntar. Fulltrúar M/STUDIO Reykjavík og INNOV fóru yfir helstu niðurstöður og tóku saman þau tækifæri og
áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðar á Bakka.
Byggðarráð þakkar fulltrúum M/STUDIO Reykjavík og INNOV fyrir komuna á fundinn og góða kynningu.

Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og þakkar fyrir þá vinnu sem fram hefur farið. Skýrsla M/STUDIO Reykjavík og INNOV mun hjálpa til við ákvarðanatöku og auðvelda hagaðilum að móta framtíðarsýn fyrir Bakka. Enn fremur er bent á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.

Sveitarfélagið mun vinna áfram með niðurstöður skýrslunnar á næstu vikum. Stefnt er að íbúafundi lok sumars þar sem verkefnið verður kynnt.

2.Málefnasamningur um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn 2022-2026

Málsnúmer 202206006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar undirritaður málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings 2022-2026.
Lagt fram til kynningar.

3.Uppfærsla á skipuriti Norðurþings

Málsnúmer 202206017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að uppfærðu skipuriti Norðurþings. Á 123. fundi sveitarstjórnar þann 31.05.2022 var samþykkt að skipa stjórn Hafnarsjóðs Norðurþings og uppfærslan snýr eingöngu að þeirri breytingu á skipuritinu.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að skipuriti Norðurþings.

4.Vinna við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings

Málsnúmer 202206018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar að hefja frekari vinnu og áframhaldandi undirbúning við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við uppfærslu á vefsíðu Norðurþings, kostnaðargreina verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2022

Málsnúmer 202206007Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnir fyrirkomulag opnunartíma stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2022.
Stjórnsýluhús Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri verða lokuð frá 18. júlí til og með 1. ágúst. nk. vegna sumarleyfa og opna aftur kl. 09:00 2. ágúst 2022. Ráðhúsið á Raufarhöfn verður opið í sumar vegna starfsemi annarra fyrirtækja í húsinu.


Þetta er í samræmi við það sem hefur verið undanfarin ár og reynst vel. Starfsemi er í lágmarki, sveitarstjórn í sumarleyfi og lítið af erindum sem koma inn. Ekki verður ráðið inn sumarstarfsfólk á skrifstofuna og því gefur þessi lokun starfsfólki færi á að taka sumarleyfið á þessum tíma. Einnig er lokunin í takt við lokun leikskólanna sem eru lokaðir á þessum tíma.

Fyrirkomulag opnunartíma verður auglýst á vefsíðu Norðurþings.

6.Starfs og kjaranefnd

Málsnúmer 202206021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar í byggðarráði að koma á fót starfs- og kjaranend. Nefndin sem þessi gegnir því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu og fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum. Ekki er um að ræða fastanefnd í skilningi sveitarstjórnarlaga þar sem fulltrúar eru ekki skipaðir af sveitarstjórn.
Byggðarráð tekur jákvætt í að koma á fót starfs- og kjaranefnd hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að vinna erindisbréf fyrir starfs- og kjaranefnd og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um útsvarstekjur Norðurþings til og með maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Veiðifélags Deildarár 2022

Málsnúmer 202206026Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundur veiðifélags Deildarár þann 15. júní nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn.
Byggðarráð tilnefnir Ingibjörgu Sigurðardóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Hafrúnu Olgeirsdóttur til vara.

9.Ósk um umsögn um tækifærisleyfis vegna Sólstöðutónleika Flygilvina - Bríet og meðleikara

Málsnúmer 202206022Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Staðsetning skemmtanahalds: Íþróttahúsið Kópaskeri, Bakkagötu 12, 670 Kópaskeri.
Tilefni skemmtanahalds: Sólstöðutónleikar Flygilvina.
Áætlaður gestafjöldi: 250.
Áætlun aldursdreifing gesta: 6 til 80.
Tímasetning viðburðar: 20. júní 2022 frá kl 20:00 til 22:00 .
Helstu dagskráratriði: Tónlistarflutningur Bríetar og meðleikara.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

10.Fundargerðir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga 2021-2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá Náttúruverndarnefnd Þingeyinga frá 30.05.2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Málsnúmer 202205112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar áform um breytingar á kosningalögum. Kallað er eftir athugasemdum og tillögum um það sem betur má fara í lögunum. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.