Starfs og kjaranefnd
Málsnúmer 202206021
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 398. fundur - 09.06.2022
Lagt fram til kynningar í byggðarráði að koma á fót starfs- og kjaranend. Nefndin sem þessi gegnir því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu og fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum. Ekki er um að ræða fastanefnd í skilningi sveitarstjórnarlaga þar sem fulltrúar eru ekki skipaðir af sveitarstjórn.
Byggðarráð tekur jákvætt í að koma á fót starfs- og kjaranefnd hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að vinna erindisbréf fyrir starfs- og kjaranefnd og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð Norðurþings - 402. fundur - 04.08.2022
Fyrir byggðarráði liggur til samykktar að koma á fót starfs- og kjaranefnd.
Tilgangur: Nefndin gegni m.a. því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, sviðstjórar þurfa að greina þarfir og skila til nefndararinnar vegna allra nýráðninga, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu einnig fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum.
Rökstuðningur: Nefndin tryggir meiri aga og samræmingu bæði í ráðningum og kjörum, ekki er sérstakur kostnaður af störfum nefndarinnar.
Tilgangur: Nefndin gegni m.a. því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, sviðstjórar þurfa að greina þarfir og skila til nefndararinnar vegna allra nýráðninga, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu einnig fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum.
Rökstuðningur: Nefndin tryggir meiri aga og samræmingu bæði í ráðningum og kjörum, ekki er sérstakur kostnaður af störfum nefndarinnar.
Byggðarrráð samþykkir að slík nefnd taki til starfa og felur sveitarstjóra að koma henni á fót hið fyrsta.
Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar mál frá starfs og kjaranefnd.
Sveitarstjóri fór yfir mál frá starfs- og kjaranefnd sveitarfélagsins.