Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga
Málsnúmer 202206044
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022
Borist hefur ályktun frá stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs frá fundi ráðsins 23.6.2022 þar sem fjallað var um málið undir lið nr. 6. Byggðarráð bókaði eftirfarandi:
Byggðarráð þakkar áskorunina og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Frá árinu 2019 hefur álagningarprósenta fasteignaskatts í Norðurþingi á atvinnuhúsnæði verið lækkuð úr 1,65% í 1,55%.