Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

125. fundur 18. ágúst 2022 kl. 13:00 - 14:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi tillögur fulltrúa í stjórnir og ráð.

Breyting á stjórn hafnasjóðs Norðurþings:

Birna Björnsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Egils Aðalgeirs Bjarnasonar.
Ofangreind tillaga samþykkt samhljóða.

Til máls tók: Helena.

Stjórn Hvalasafnsins:
Hjálmar Bogi Hafliðason aðalfulltrúi
Benóný Valur Jakobsson varafulltrúi

Stjórn Þekkingarnets Þingeyinga:
Jón Höskuldsson aðalfulltrúi
Berglind Jóna Þorláksdóttir varafulltrúi

Stjórn Rannsóknarstöðvar Rif:
Birna Björnsdóttir aðalfulltrúi
Ingibjörg Benediktsdóttir varafulltrúi

Heilbrigðisnefnd Norðurlands Eystra:
Stefán Haukur Grímsson aðalfulltrúi
Ásta Hermannsdóttir varafulltrúi

Stjórn fjárfestingarfélags Norðurþings:
Kristján Friðrik Sigurðsson aðalfulltrúi
Áki Hauksson varafulltrúi

Stjórn Vík hses:
Hafrún Olgeirsdóttir aðalfulltrúi
Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalfulltrúi
Ingibjörg Benediktsdóttir aðalfulltrúi
Eiður Pétursson varafulltrúi
Birna Ásgeirsdóttir varafulltrúi
Benóný Valur Jakobsson varafulltrúi

Ofangreindar tillögur samþykktar samhljóða.

2.Útilistaverk í Norðurþingi

Málsnúmer 202208042Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar leggur til að gerð verði skrá yfir útilistaverk í Norðurþingi. Skráin væri aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt mynd, staðsetningu, eiganda, tilurð verks og höfundur. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs til úrvinnslu.

Það er nokkur hreyfing á íbúum sveitarfélagsins, nýjar kynslóðir að vaxa úr grasi og nýtt fólk að setjast hér að. Það er mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu
aðgengilegar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

3.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings

Málsnúmer 202208049Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar leggur til að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs. Huga verður að málinu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.
Til máls tóku: Soffía, Helena, Hjálmar, Aldey, Benóný og Áki.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

4.Vetrarþjónusta við Dettisfossveg

Málsnúmer 202208034Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar óskar eftir að sveitarstjórn fjalli um málið á fundi sem sér fundarlið.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn Norðurþings bókar eftirfarandi:
Demantshringurinn er opinn. Vegurinn er hringleið með mörgum af helstu náttúruperlum Norðausturlands. Vegurinn er langþráð samgöngubót og styrkir bæði byggð og atvinnulíf. Vegurinn tengir saman svæði. Í nóvember 2021 var vegurinn fullgerður. Syðri hluti Dettifossvegar var fullbúinn árið 2012. Á þeim hluta hefur verið veitt vetrarþjónusta í samræmi við svokallaða G-reglu frá og með haustinu 2013. Sú þjónusta er veitt samkvæmt snjómokstursreglum Vegagerðarinnar sem taka m.a. mið af umferðarþunga og aðstæðum á hverjum stað.
Samkvæmt G-reglu er heimilt að moka tvo daga í viku haust og vor á meðan snjólétt er. Hausttímabil er skilgreint til 1. nóvember og vortímabil frá 20. mars. Ástandið er skilgreint „snjólétt“ þegar um er að ræða lítið snjómagn og færðarástand telst hvergi ófært, þungfært eða þæfingur á viðkomandi leið og þegar þjónustuaðgerðin felst eingöngu í hreinsun akbrautar með snjómokstursbíl.
Heimilt er að moka vegi sem falla undir G-reglu einu sinni í viku fram til 5. janúar á kostnað Vegagerðarinnar og eftir það einu sinni í viku að beiðni og gegn helmingagreiðslu frá sveitarfélagi þannig að fært sé fyrir fjórhjóladrifin ökutæki og/eða þegar kostnaður við þann mokstur er að jafnaði ekki meiri en þrefaldur sá kostnaður sem til fellur þegar leiðin telst snjólétt. Vegagerðin metur hvort viðkomandi mokstur sé raunhæfur með tilliti til notagildis og kostnaðar.
Er Dettifossvegur var fullgerður var G-reglan, sem áður gilti á þeim hluta vegarins sem lokið var við árið 2012, látin gilda á honum öllum (frá Hringvegi að Norðausturvegi 85). Veturinn 2021-2022 var mokað frá Hringvegi að Norðausturvegi og var áætlaður kostnaður 5,5 millj.kr.
Sveitarstjórn Norðurþings skorar á ríkisvaldið að tryggja þjónustu á veginum árið um kring. Full vetrarþjónusta á Dettifossvegi myndi styðja við stefnu stjórnvalda um að jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu og einnig er aukin vetrarþjónusta afar mikilvæg fyrir þá miklu atvinnuuppbyggingu sem á sér stað í Kelduhverfi og Öxarfirði, tengir saman svæði og nýtir fjárfestingu sem ríkið hefur þegar byggt upp.

5.Uppbygging hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202012068Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.

Í upphafi verkefnisins stóð til að byggja 23 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík. Við frumathugun kom í ljós að hagkvæmara væri að bæta við rýmum og stendur nú til að heimilið rúmi 60 heimilismenn. Á fyrri hluta árs 2020 fór fram hönnunarsamkeppni um hönnun heimilisins, sem hafði verið valinn staður í hlíðunum fyrir ofan Húsavík. Í nóvember 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju heimili.
Heimilið verður alls 4.400 fermetrar að stærð. Ríkið greiðir 85% af framkvæmdakostnaði við bygginguna, en sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur það sem upp á vantar. Áætlaður kostnaður var um þrír milljarðar.
Nú er ljóst að kostnaður hefur tekið breytingum og beðið er eftir uppfærðum áætlunum frá Framkvæmdasýslu ríkiseigna. Verkkaupi er heilbrigðisráðuneytið.
Til máls tóku: Benóný, Katrín, Hafrún, Aldey og Hjálmar.


Sveitarstjórn Norðurþings felur sveitarstjóra að óska eftir samtali við bæði heilbrigðisráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkiseigna vegna málsins og upplýsingum um stöðu verkefnisins.

6.Myndbandsupptaka sveitarstjórnarfunda

Málsnúmer 202208043Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar leggur til að fundir sveitarstjórnar Norðurþings verðir teknir upp bæði í hljóði og mynd. Fundunum verði streymt á netið og gerðir aðgengilegir íbúum. Tillögunni verði vísað til byggðarráðs.

Í nóvember 2017 gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út Handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa. Þar er m.a. fjallað um upplýsingagjöf til íbúa og hvernig megi virkja þátttöku íbúa í samtali um uppbyggingu samfélags. Það er mikilvægt að skapa samráðsmenningu innan sveitarfélagsins við ákvörðunartöku og á réttum vettvangi.
Til máls tóku: Helena, Ingibjörg, Hafrún og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

7.Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Málsnúmer 202206044Vakta málsnúmer

Borist hefur ályktun frá stjórn Félags atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.
Til máls tóku: Helena, Áki, Hafrún og Soffía.


Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs frá fundi ráðsins 23.6.2022 þar sem fjallað var um málið undir lið nr. 6. Byggðarráð bókaði eftirfarandi:

Byggðarráð þakkar áskorunina og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. Frá árinu 2019 hefur álagningarprósenta fasteignaskatts í Norðurþingi á atvinnuhúsnæði verið lækkuð úr 1,65% í 1,55%.

8.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026

Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta tilnefningar fjölskylduráðs í Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi skv. 8. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Á 123. fundi fjölskylduráðs var eftifarandi bókað um málið:
Fjölskylduráð tilnefnir Einar Víði Einarsson, Karolínu Kr. Gunnlaugsdóttur og Rebekku Ásgeirsdóttur í Notendaráð.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningarnar samhljóða.

9.Viðauki félagsþjónusta

Málsnúmer 202208011Vakta málsnúmer

Á 403. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 85.164.678 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Ráðið vekur athygli á því að kostnaðurinn er kominn til vegna nokkurra þátta, þar á meðal veikinda starfsfólks, rekstur nýs íbúðakjarna og vanáætlunar af hálfu sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Helena og Hafrún.

Sveitarstjórn staðfestir viðaukann samhljóða.

10.Frístund - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 202206131Vakta málsnúmer

Á 403. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 4.500.000 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena og Aldey.

Sveitarstjórn staðfestir viðaukann samhljóða.

11.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi

Málsnúmer 202205062Vakta málsnúmer

Á 130. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

12.Byggðarráð Norðurþings - 399

Málsnúmer 2206005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 399. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

13.Byggðarráð Norðurþings - 400

Málsnúmer 2206011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 400. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Byggðarráð Norðurþings - 401

Málsnúmer 2207001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 401. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Byggðarráð Norðurþings - 402

Málsnúmer 2207004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 402. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 7 "Samstarfsverkefni um Græna iðngarða": Benóný, Katrín og Hafrún.

Til máls tóku undir lið 2 "Ráðningarsamningur sveitarstjóra 2022": Katrín, Helena og Hjálmar.

Til máls tók undir lið 3 "Starf- og kjaranefnd": Aldey.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 403

Málsnúmer 2208001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 403. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 123

Málsnúmer 2207003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 123. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1"Grænuvellir - Starfsáætlun 2022-2023": Hafrún og Helena.

Til máls tók undir lið 2 "Grænuvellir - Umsóknir um stuðning til náms í menntavísindum": Helena.

Til máls tók undir lið 5 "Íslenska æskulýðsrannsóknin 2022": Helena og Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 130

Málsnúmer 2207002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 130. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:25.