Uppbygging hjúkrunarheimilis á Húsavík
Málsnúmer 202012068
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020
Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að ræða uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.
Í upphafi verkefnisins stóð til að byggja 23 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík. Við frumathugun kom í ljós að hagkvæmara væri að bæta við rýmum og stendur nú til að heimilið rúmi 60 heimilismenn. Á fyrri hluta árs 2020 fór fram hönnunarsamkeppni um hönnun heimilisins, sem hafði verið valinn staður í hlíðunum fyrir ofan Húsavík. Í nóvember 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju heimili.
Heimilið verður alls 4.400 fermetrar að stærð. Ríkið greiðir 85% af framkvæmdakostnaði við bygginguna, en sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur það sem upp á vantar. Áætlaður kostnaður var um þrír milljarðar.
Nú er ljóst að kostnaður hefur tekið breytingum og beðið er eftir uppfærðum áætlunum frá Framkvæmdasýslu ríkiseigna. Verkkaupi er heilbrigðisráðuneytið.
Í upphafi verkefnisins stóð til að byggja 23 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík. Við frumathugun kom í ljós að hagkvæmara væri að bæta við rýmum og stendur nú til að heimilið rúmi 60 heimilismenn. Á fyrri hluta árs 2020 fór fram hönnunarsamkeppni um hönnun heimilisins, sem hafði verið valinn staður í hlíðunum fyrir ofan Húsavík. Í nóvember 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju heimili.
Heimilið verður alls 4.400 fermetrar að stærð. Ríkið greiðir 85% af framkvæmdakostnaði við bygginguna, en sveitarfélögin Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur það sem upp á vantar. Áætlaður kostnaður var um þrír milljarðar.
Nú er ljóst að kostnaður hefur tekið breytingum og beðið er eftir uppfærðum áætlunum frá Framkvæmdasýslu ríkiseigna. Verkkaupi er heilbrigðisráðuneytið.
Til máls tóku: Benóný, Katrín, Hafrún, Aldey og Hjálmar.
Sveitarstjórn Norðurþings felur sveitarstjóra að óska eftir samtali við bæði heilbrigðisráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkiseigna vegna málsins og upplýsingum um stöðu verkefnisins.
Sveitarstjórn Norðurþings felur sveitarstjóra að óska eftir samtali við bæði heilbrigðisráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkiseigna vegna málsins og upplýsingum um stöðu verkefnisins.
Undirritaður leggur til að haldinn verði kynningarfundur vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík fyrir miðjan janúar.
Greinargerð
Frá því að uppbyggingarferlið hófst hafa forsendur breyst mikið og ástæða til að upplýsa íbúa samfélagsins um stöðu mála.
Tillagan er samþykkt samhljóða.