Umsókn um lóðina Stóragarð 18 undir fjölbýlishús
Málsnúmer 202206089
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022
Naustalækur ehf óskar eftir úthlutun lóðarinnar Stóragarðs 18 undir uppbyggingu fimm hæða fjölbýlishús með allt að 25 íbúðum. Erindið felur jafnframt í sér að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem heimili 25 íbúðir á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Naustalæk verði úthlutað lóðinni að Stóragarði 18 undir uppbyggingu fjölbýlishúss. Ráðið fellst jafnframt á að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem heimili allt að 25 íbúðir á lóðinni. Úthlutunin er háð því að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Reitnum nái fram að ganga.
Byggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022
Á 129. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Naustalæk verði úthlutað lóðinni að Stóragarði 18 undir uppbyggingu fjölbýlishúss. Ráðið fellst jafnframt á að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem heimili allt að 25 íbúðir á lóðinni. Úthlutunin er háð því að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Reitnum nái fram að ganga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 132. fundur - 30.08.2022
Naustalækur ehf. óskar eftir heimild til að hefja jarðvegsframkvæmdir á lóð við Stóragarð 18.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar Naustalæk ehf. að hefja jarðvegsframkvæmdir við Stóragarð 18 á grundvelli fyrirliggjandi skipulagstillögu.