Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn
Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer
Á 400. fundi byggðarráðs þann 30. júní var neðangreint bókað.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðingi sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsinu Norðurþings til ráðuneytisins. Einnig óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum um þær breytingar sem orðið hafa á verkefninu á síðustu vikum frá félaginu. Málið verður svo tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðingi sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsinu Norðurþings til ráðuneytisins. Einnig óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum um þær breytingar sem orðið hafa á verkefninu á síðustu vikum frá félaginu. Málið verður svo tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi fyrir komuna á fundinn og einnnig þeim Jóhanni M. Ólafssyni og Gunnari Sturlusyni lögfræðingi frá Björgu Capital ehf.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsingu Norðurþings til ráðuneytisins. Endanleg samningsdrög Norðurþings og Bjargar Capital ehf. verða svo lögð fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsingu Norðurþings til ráðuneytisins. Endanleg samningsdrög Norðurþings og Bjargar Capital ehf. verða svo lögð fyrir ráðið að nýju.
2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Byggðarráð þarf að setja af stað vinnu við að klára viðauka og ákveða tíma fyrri og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Á 123. fundi sveitarstjórnar var m.a. eftirvarandi bókað um málið:
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Drög að viðaukum við samþykktir Norðurþings um stjórn og fundarsköp Norðurþings verði vísað til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar það sem snýr að valdheimildum ráðanna og starfsmanna þeirra. Byggðarráð sjái um úrvinnslu og sveitarstjórn taki viðaukann til fyrri og síðari umræðu á haustmánuðum.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að vinna viðauka áfram og vísa í framhaldinu til umfjöllunar í fastanefndum sveitarfélagsins.
3.Gjaldskrá Borgin frístund sumar 2022
Málsnúmer 202206091Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar og samþykktar gjaldskrá frá 123. fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Borgarinnar en óskar eftir að fá sundurliðun á vistunargjöldum og fæðiskostnaði í næstu gjaldskrá. Gjaldskránni er vísað til kynningar og samþykktar í byggðarráði.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá Borgarinnar en óskar eftir að fá sundurliðun á vistunargjöldum og fæðiskostnaði í næstu gjaldskrá. Gjaldskránni er vísað til kynningar og samþykktar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Borgarinnar.
4.Heimild sveitarstjóra til afgreiðslu á umsögnum vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga
Málsnúmer 202107016Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að veita starfandi sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna vegna tækifærisleyfa í tengslum við Mærudaga sem haldnir verða á Húsavík dagana 24. - 26. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að veita starfandi sveitarstjóra heimild til afgreiðslu umsagna um tækifærisleyfi vegna viðburða á Mærudögum sem fara svo í framhaldinu til staðfestingar ráðsins.
5.Rekstur Norðurþings 2022
Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um útsvarstekjur vegna júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
6.Lagt er til byggðarráð sendi frá sér ályktun vegna strandveiða
Málsnúmer 202207013Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi tillaga að ályktun frá Hjálmari Boga Hafliðasyni;
Árið 2018 var gerð breyting á strandveiðikerfinu þannig að hægt er að moka upp pottinum á einu svæði landsins. Svæðin eru lokuð og mega bátar ekki færa sig um set nema flytja kennitölu í annað byggðalag.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu frá 01.07.2022 þegar tímabil strandveiða er hálfnað var búið að veiða rúm 72% eða 7.239 tonn af 10.000 tonna þorskkvóta. Um tveir mánuðir eru nú eftir af veiðitímabilinu. Hafnasjóðir og sjómenn tapa fjármunum á svæðum B, C og D á meðan mokveiði er á svæði A úr sameiginlegum potti. En á svæði A var búið að veiða 58% af heildarkvótanum eða 4.127 tonn. Af því að svæðin eru lokuð og potturinn opinn hefur bátum á svæði A fjölgað um 100 síðan 2018 þegar kerfinu var breytt. Þeir voru 202 árið 2018 en eru komnir í 324 árið 2022.
Óumdeilt er að útgerð smábáta hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af í hinum dreifðu byggðum. Strandveiðar yfir sumarið hafa tryggt útgerð hundruð smábáta sem landað hafa afla á tuga útgerðarstaða um land allt. Þannig hafa hafnarmannvirki fengið endurnýjað hlutverk ásamt þjónustuaðilum. Síðast en ekki síst hafa strandveiðarnar gefið nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð.
Árið 2018 var gerð breyting á strandveiðikerfinu þannig að hægt er að moka upp pottinum á einu svæði landsins. Svæðin eru lokuð og mega bátar ekki færa sig um set nema flytja kennitölu í annað byggðalag.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu frá 01.07.2022 þegar tímabil strandveiða er hálfnað var búið að veiða rúm 72% eða 7.239 tonn af 10.000 tonna þorskkvóta. Um tveir mánuðir eru nú eftir af veiðitímabilinu. Hafnasjóðir og sjómenn tapa fjármunum á svæðum B, C og D á meðan mokveiði er á svæði A úr sameiginlegum potti. En á svæði A var búið að veiða 58% af heildarkvótanum eða 4.127 tonn. Af því að svæðin eru lokuð og potturinn opinn hefur bátum á svæði A fjölgað um 100 síðan 2018 þegar kerfinu var breytt. Þeir voru 202 árið 2018 en eru komnir í 324 árið 2022.
Óumdeilt er að útgerð smábáta hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af í hinum dreifðu byggðum. Strandveiðar yfir sumarið hafa tryggt útgerð hundruð smábáta sem landað hafa afla á tuga útgerðarstaða um land allt. Þannig hafa hafnarmannvirki fengið endurnýjað hlutverk ásamt þjónustuaðilum. Síðast en ekki síst hafa strandveiðarnar gefið nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð.
Byggðarráð hvetur sjávarútvegsráðherra til að gera breytingar á kerfinu sem stuðla að auknu jafnræði og skynsemi.
7.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðar Vinar
Málsnúmer 202206027Vakta málsnúmer
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
8.Ósk um stofnun lóðar utan um Norðursíldarhúsið við Höfðabraut
Málsnúmer 202206110Vakta málsnúmer
Á 129. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkuð verði lóð umhverfis Höfðabraut 14 eins og lóðarblað sýnir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
9.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi
Málsnúmer 202205062Vakta málsnúmer
Á 129. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
10.Umsókn um lóðina Stóragarð 18 undir fjölbýlishús
Málsnúmer 202206089Vakta málsnúmer
Á 129. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Naustalæk verði úthlutað lóðinni að Stóragarði 18 undir uppbyggingu fjölbýlishúss. Ráðið fellst jafnframt á að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem heimili allt að 25 íbúðir á lóðinni. Úthlutunin er háð því að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Reitnum nái fram að ganga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
11.Ósk um samþykki fyrir afmökrun lóðar Braggans Yst
Málsnúmer 202206028Vakta málsnúmer
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 202201056Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 910 frá 20. maí og 911 frá 23. júní, fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
13.Aðalfundur Dvalarheimilisins Hvamms 2022
Málsnúmer 202206035Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir. Aðalfundur Dvalarheimilisins Hvamms 2022 og stjórnarfundur Dvalarheimilis aldraðra Hvamms 22. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að óska eftir upplýsingum vegna útboðs á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík frá Fjársýslu ríkisins.
Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að óska eftir upplýsingum vegna útboðs á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík frá Fjársýslu ríkisins.
Fundi slitið - kl. 10:28.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.
Undir lið 1. sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur Norðurþings í málinu.
Einnig sátu undir lið 1. frá Björgu Capital ehf.
Jóhann M. Ólafsson og Gunnar Sturluson lögfræðingur.