Lagt er til byggðarráð sendi frá sér ályktun vegna strandveiða
Málsnúmer 202207013
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi tillaga að ályktun frá Hjálmari Boga Hafliðasyni;
Árið 2018 var gerð breyting á strandveiðikerfinu þannig að hægt er að moka upp pottinum á einu svæði landsins. Svæðin eru lokuð og mega bátar ekki færa sig um set nema flytja kennitölu í annað byggðalag.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu frá 01.07.2022 þegar tímabil strandveiða er hálfnað var búið að veiða rúm 72% eða 7.239 tonn af 10.000 tonna þorskkvóta. Um tveir mánuðir eru nú eftir af veiðitímabilinu. Hafnasjóðir og sjómenn tapa fjármunum á svæðum B, C og D á meðan mokveiði er á svæði A úr sameiginlegum potti. En á svæði A var búið að veiða 58% af heildarkvótanum eða 4.127 tonn. Af því að svæðin eru lokuð og potturinn opinn hefur bátum á svæði A fjölgað um 100 síðan 2018 þegar kerfinu var breytt. Þeir voru 202 árið 2018 en eru komnir í 324 árið 2022.
Óumdeilt er að útgerð smábáta hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af í hinum dreifðu byggðum. Strandveiðar yfir sumarið hafa tryggt útgerð hundruð smábáta sem landað hafa afla á tuga útgerðarstaða um land allt. Þannig hafa hafnarmannvirki fengið endurnýjað hlutverk ásamt þjónustuaðilum. Síðast en ekki síst hafa strandveiðarnar gefið nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð.
Árið 2018 var gerð breyting á strandveiðikerfinu þannig að hægt er að moka upp pottinum á einu svæði landsins. Svæðin eru lokuð og mega bátar ekki færa sig um set nema flytja kennitölu í annað byggðalag.
Samkvæmt tölum frá Fiskistofu frá 01.07.2022 þegar tímabil strandveiða er hálfnað var búið að veiða rúm 72% eða 7.239 tonn af 10.000 tonna þorskkvóta. Um tveir mánuðir eru nú eftir af veiðitímabilinu. Hafnasjóðir og sjómenn tapa fjármunum á svæðum B, C og D á meðan mokveiði er á svæði A úr sameiginlegum potti. En á svæði A var búið að veiða 58% af heildarkvótanum eða 4.127 tonn. Af því að svæðin eru lokuð og potturinn opinn hefur bátum á svæði A fjölgað um 100 síðan 2018 þegar kerfinu var breytt. Þeir voru 202 árið 2018 en eru komnir í 324 árið 2022.
Óumdeilt er að útgerð smábáta hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af í hinum dreifðu byggðum. Strandveiðar yfir sumarið hafa tryggt útgerð hundruð smábáta sem landað hafa afla á tuga útgerðarstaða um land allt. Þannig hafa hafnarmannvirki fengið endurnýjað hlutverk ásamt þjónustuaðilum. Síðast en ekki síst hafa strandveiðarnar gefið nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð.
Byggðarráð hvetur sjávarútvegsráðherra til að gera breytingar á kerfinu sem stuðla að auknu jafnræði og skynsemi.