Beiðni um kaup á íbúð í eigu Norðurþings
Málsnúmer 202206115
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 122. fundur - 05.07.2022
Íbúi leiguíbúðar hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á fasteign Norðurþings sem hann leigir. Fyrir fjölskylduráði liggar að taka ákvörðun um hvort heimila eigi sölu á eigninni.
Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022
Íbúi leiguíbúðar hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á fasteign Norðurþings sem hann leigir. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggar að taka ákvörðun um hvort ganga eigi til viðræðna við umræddan leigjanda um sölu eignarinnar.
Á 122. fundi fjölskylduráði 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á 122. fundi fjölskylduráði 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða leigjanda eignarinnar hana til kaups að undangengnu tvöföldu verðmati.