Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Staða samningamála íþróttafélaga í Norðuringi
Málsnúmer 202206126Vakta málsnúmer
Kynning á samstarfs og styrktarsamningum Norðurþings við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.
2.Sumaropnun í Sundlaug Húsavíkur
Málsnúmer 202207001Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um breytingu á sumaropnunartíma í Sundlaug Húsavíkur.
Fjölskylduráð fellst ekki á að breyta sumaropnun Sundlaugar Húsavíkur þetta sumarið en vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
3.Samþætting skóla og tómstundastarfs KPMG.
Málsnúmer 202106115Vakta málsnúmer
Til kynningar er staða mála í samþættingu skóla og tómstundastarfs sem unnið er í samstarfi við KPMG
Lagt fram til kynningar.
4.Starfsemi Skólaþjónustu Norðurþings
Málsnúmer 202206061Vakta málsnúmer
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir samtali hans við fulltrúa nýsameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um skólaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
5.Skólaakstur 2021-2025 - Samningur
Málsnúmer 202106129Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Kristins Rúnars Tryggvasonar, annars vegar um framlengingu á samningi um skólaakstur á leið 4, Raufarhöfn - Öxarfjarðarskóli og hins vegar um hækkun á aksturstaxta vegna fjölgunar nemenda á leið 1, Lón - Öxarfjarðarskóli.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að ganga til samninga um framlengingu á skólaakstri á leið 4.
Fjölskylduráð samþykkir, samkvæmt grein 1.7.4.1 í útboðslýsingu sveitarfélagsins á skólaakstri árið 2021, framlagða hækkun á aksturstaxta á leið 1 vegna verulegra frávika á áætluðum fjölda nemenda á leiðinni og stækkunar á skólabíl þess vegna.
Fjölskylduráð samþykkir, samkvæmt grein 1.7.4.1 í útboðslýsingu sveitarfélagsins á skólaakstri árið 2021, framlagða hækkun á aksturstaxta á leið 1 vegna verulegra frávika á áætluðum fjölda nemenda á leiðinni og stækkunar á skólabíl þess vegna.
6.Skólaakstur 2021-2025 - Samningur
Málsnúmer 202106126Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Ágústu Ágústsdóttur um endurskoðun á samningi um skólaakstur á leið 2, Reistarnes - Öxarfjarðarskóli vegna breytinga á aðstæðum.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að endurskoða samninga á skólaakstri á leið 2.
7.Umsóknir um stuðning til náms í menntavísindum
Málsnúmer 202206119Vakta málsnúmer
Í fyrstu grein reglna Norðurþings um stuðning til fjarnáms í menntavísindum segir: Starfandi leiðbeinendur við leik- og grunnskóla Norðurþings sem hyggjast stunda fjarnám í
menntavísindum til diplómaprófs, B.Ed prófs, M.Ed prófs eða til kennsluréttinda við Háskóla Íslands
eða Háskólann á Akureyri geta sótt um stuðning til sveitarsjóðs vegna námsins.
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fyrir fjölskylduráð umsóknir starfsmanna Borgarhólsskóla um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt umsögn sinni.
menntavísindum til diplómaprófs, B.Ed prófs, M.Ed prófs eða til kennsluréttinda við Háskóla Íslands
eða Háskólann á Akureyri geta sótt um stuðning til sveitarsjóðs vegna námsins.
Skólastjóri Borgarhólsskóla leggur nú fyrir fjölskylduráð umsóknir starfsmanna Borgarhólsskóla um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir skólaárið 2022-2023 ásamt umsögn sinni.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir um stuðning til fjarnáms.
8.Systkinaafsláttur í Skólamötuneytum Norðurþings
Málsnúmer 202206104Vakta málsnúmer
Fræðslufulltrúi leggur fyrir ráðið útreikninga á kostnaði vegna systkinaafsláttar í skólamötuneytum Norðurþings.
Gera má ráð fyrir að tekjur skerðist um tæpar 4 milljónir ef systkinaafsláttur verði 25% en um tæpar 10 milljónir verði systkinaafsláttur 50% fyrir annað systkini og 100% fyrir þriðja systkini eða fleiri.
Gera má ráð fyrir að tekjur skerðist um tæpar 4 milljónir ef systkinaafsláttur verði 25% en um tæpar 10 milljónir verði systkinaafsláttur 50% fyrir annað systkini og 100% fyrir þriðja systkini eða fleiri.
Fjölskylduráð vísar tillögu Rebekku um systkinaafslátt til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
9.Beiðni um kaup á íbúð í eigu Norðurþings
Málsnúmer 202206115Vakta málsnúmer
Íbúi leiguíbúðar hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á fasteign Norðurþings sem hann leigir. Fyrir fjölskylduráði liggar að taka ákvörðun um hvort heimila eigi sölu á eigninni.
Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundi slitið - kl. 11:10.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 3-8.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá skólaþjónust, sat fundinn undir lið 4.