Fara í efni

Afgreiðsla Íslandspósts á Kópaskeri

Málsnúmer 202207038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 402. fundur - 04.08.2022

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning frá Íslandspósti vegna afgreiðslu á Kópaskeri.

Íslandspóstur ohf. tilkynnir um breytingu á afgreiðslufyrirkomulagi á Kópaskeri.

Á Kópaskeri hafa snertifletir Póstsins við íbúa verið þessir:
1. Póstafgreiðsluþjónusta / póstkassi
2. Bréfadreifing
3. Landpóstaþjónusta

Eftir breytingu verða snertifletir póstsins við íbúa þessir:
1. Póstbílaþjónusta, móttaka pakka og dreifing bréfa og pakka í þéttbýli
2. Póstkassi fyrir bréf og endursöluaðili frímerkja
3. Landpóstaþjónusta

Þjónustuveiting á svæðinu verður með þessum hætti frá og með september 2022.

Byggðarráð hefur fengið upplýsingar og kynningu á fyrirhuguðum breytingum Íslandspósts á Kópaskeri. Íslandspóstur stefnir á að halda íbúafund á Kópaskeri seinna í ágúst þar sem fulltrúar Íslandspósts kynna þessar breytingar fyrir íbúum á svæðinu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að umsögn til Byggðastofnunar fyrir næsta fund ráðsins þann 11.08.2022.

Byggðarráð Norðurþings - 403. fundur - 11.08.2022

Á 402. fundi byggðarráðs þann 04.08.2022 var bókað; Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að umsögn til Byggðastofnunar fyrir næsta fund ráðsins þann 11.08.2022.

Beiðni frá Byggðastofnun um umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á póstafgreiðslu Íslandspósts á Kópaskeri:

Með bréfi dagsettu 3. ágúst 2022, óskar Byggðastofnun eftir umsögn sveitarfélagsins Norðurþings vegna fyrirhugaðra breytinga Íslandspósts á afgreiðslu fyrirtækisins á Kópaskeri. Óskað er eftir að umsögnin taki a.m.k. til þessara atriða:
1.
Fjöldi íbúa á því svæði sem afgreiðslustaðnum er ætlað að þjóna.
2.
Stærð þess svæðis sem afgreiðslustaðurinn þjónar.
3.
Möguleika íbúa á að sækja þjónustu annað.
4.
Samgöngur á svæðinu.
5.
Fjöldi afgreiðslna á afgreiðslustaðnum á ári.
6.
Annað sem getur haft áhrif á möguleika íbúa á að sækja póstþjónustu sem fellur undir alþjónustu.

Óskað var eftir að svar bærist Byggðastofnun fyrir 17. ágúst.
Svar Byggðaráðs:
Fjöldi íbúa á þjónustusvæði afgreiðslustaðarins á Kópaskeri er alls 135 manns. Stærð svæðisins er u.þ.b. 16 hektarar. Vel greiðfært er um svæðið nema þá helst í verstu vetrarveðrum. Öll heimili og flest fyrirtæki eru í göngufæri við núverandi afgreiðslu Íslandspósts. Íbúar svæðisins hafa ekki möguleika á að sækja póstþjónustu annað nema þá að keyra 43 km til Raufarhafnar eða 100 km til Húsavíkur. Fjöldi afgreiðslna hjá Íslandspósti á Kópaskeri er um 10 afgreiðslur á dag. Póstlagðar eru um 1 skráð sending að meðaltali á dag í afgreiðslunni og afhendingar skráðra sendinga eru að meðaltali um 12 á dag í afgreiðslunni.
Tilkynning barst Norðurþingi frá Íslandspósti í júlí þar sem fyrirtækið kynnti fyrirhugaða lokun afgeiðslu sinnar á Kópaskeri. Í tilkynningu frá Íslandspósti kom fram vilji fyrirtækisins til að setja upp 44 hólfa póstbox á Kópaskeri og allri dreifingu bæði bréfa og pakka í þéttbýli yrði dreift í gegnum póstbox. Ef ekki væri vilji til að stíga það skref þá mun Íslandspóstur sinna þjónustunni með póstbílaþjónustu og landpóstaþjónustu eins og lagt er upp með í tilkynningu Íslandspósts.

Umsögn/afstaða frá kjörnum fulltrúum:
Byggðarráð Norðurþings fékk kynningu á fyrirhuguðum breytingum á afgreiðslu Íslandspóst á Kópaskeri á síðasta fundi sínum þann 4. ágúst sl. Ljóst er að við þessar breytingar verður ekki lengur póstafgreiðsla á staðnum heldur munu íbúar vera þjónustaðir á annan hátt. Íbúar sveitarfélagsins hafa sumir hverjir reynslu af notkun póstboxa þar sem að minnsta kosti eitt er staðsett í sveitarfélaginu en það er staðsett fyrir utan starfandi póstafgreiðslu svo hægt er að nýta þá þjónustu, kjósi aðilar það, eða ef einhver vandamál koma upp við afgreiðsluna. Ljóst er að ekki verður hægt að afgreiða frímerki, umslög, kassa undir pakka og þess háttar í gegnum póstbox svo draga má þá ályktun að sú þjónusta verði lögð niður.
Ráðið hefur efasemdir um þær áætlanir um að auka þjónustu við að afhenda pakka heim. Oft á tíðum er það gert á hefðbundnum vinnutíma og líkur á því að sendingin komist þar af leiðandi ekki til skila. Ef ákveðið verður að fara þá leið, verður pósturinn að sjá til þess að íbúar geti nálgast sendinguna án þess að þurfa að keyra alla leið til Húsavíkur.
Byggðarráð leggur ríka og mikla áherslu á að fyrirhugaðar breytingar muni ekki hafa í för með sér skerðingu á þjónustu gagnvart íbúum sveitarfélagsins og að leitað verði allra leiða til að koma til móts við íbúa svo að þörfum þeirra verði mætt. Ráðið bendir á möguleika á samstarfi við búðina, Skerjakollu um sölu á frímerkjum, umslögum og kössum til að skerða ekki þá þjónustu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda Byggðastofnun ofangreinda umsögn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Íslandspóstur hf óskar eftir leyfi til þess að setja upp Póstbox á við húsnæði sveitarfélagsins á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Íslandspósts.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Íslandspósti dags. 2. desember 2021, um afendingu almennra bréfa í póstbox á Kópaskeri, tilraunaverkefni.
Byggðarráð hvetur Íslandspóst til að fylgja því vel eftir að kynna nánar fyrir íbúum og fyrirtækjum hvernig þjónustan verður útfærð þegar nær dregur.
Byggðarráð vísar málinu til umsagnar í Hverfisráði Öxarfjarðar.

Byggðarráð Norðurþings - 463. fundur - 08.05.2024

Fyrir byggðarráði liggur bréf Íslandspósts til Byggðastofnunar, samantektarskýrsla vegna tilraunaverkefnisins Afhending almennra bréfa í póstbox á Kópaskeri.
Einnig fylgdu niðurstöður úr þjónustukönnun sem Íslandspóstur gerði meðal notenda þjónustunnar í kjölfar tilraunaverkefnisins.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í hverfisráðum Kelduhverfis og Öxarfjarðar.