Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Árholt
Málsnúmer 202209051
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 136. fundur - 18.10.2022
Óskað er eftir að gerður verði lóðarsamningur umhverfis íbúðarhúsið Árholt á Húsavík. Þess er óskað að samningur miði við afmörkun lóðar eins og hún hefur verið í áratugi.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að gera ráð fyrir aðgengi meðfram Búðaraá við Árholt, bæði til að verja þar árbakka gagnvart landbroti og opna almenna gönguleið meðfram ánni og tengja við Skrúðgarð. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa tillögu að lóðarblaði lóðarinnar á þeim grunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022
Fyrir liggur tillaga að lóðarblaði fyrir íbúðarhúsið Árholt á Húsavík þar sem gert er ráð fyrir að undanskilið lóðarsamningi verði ræma meðfram Búðára svo sveitarfélagið og almenningur hafi aðgang að bakka árinnar. Ennfremur liggur fyrir bréf frá eigendum hússins dags. 14. nóvember 2022 þar sem fram kemur að þau fallast ekki á fyrirliggjandi tillögu að lóðarmörkum og fara fram á að lóðin verði til samræmis við girta afmörkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að gerður verði lóðarsamningur um húseignina á grundvelli fyrirliggjandi afmörkunar, alveg niður að Búðará.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 163. fundur - 11.07.2023
Eigendur Árholts óska eftir að gerður verði lóðarsamningur umhverfis Árholt á Húsavík til samræmis við girðingu lóðar. Sambærilegt erindi var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 18. október 2022 og var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögu að lóðarblaði sem miðaðist við að að sveitarfélagið gæti varið bakka árinnar og útbúið almenna gönguleið meðfram henni. Á fundi ráðsins 15. nóvember 2022 var fjallað um tillögu skipulagsfulltrúa að lóðarblaði, en þá lá jafnframt fyrir athugasemd frá eigendum hússins sem lögðu áherslu á að lóðin yrði skilgreind til samræmis við fyrirliggjandi afmörkun. Þá hafnaði ráðið því að útbúa byggingarlóð niður að árbakka.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðbúið að gera tillögu að lóð við Árholt niður að bakka Búðarár eins og óskað er eftir. Ráðið leggur til við byggðarráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að umsækjendum verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi tillögu að 656,8 m² lóð umhverfis húsið, en jafnframt verði þeim boðið upp á samkomulag til 10 ára um óskert afnot eigenda Árholts að því svæði sem afmarkað hefur verið við Árholt.
Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023
Á 163. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 11. júlí 2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðbúið að gera tillögu að lóð við Árholt niður að bakka Búðarár eins og óskað er eftir. Ráðið leggur til við byggðarráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að umsækjendum verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi tillögu að 656,8 m² lóð umhverfis húsið, en jafnframt verði þeim boðið upp á samkomulag til 10 ára um óskert afnot eigenda Árholts að því svæði sem afmarkað hefur verið við Árholt.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.