Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir liðum 1-7
1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer
Á fundinn kom Stefán Grímsson til að ræða framtíðarsýn sorpmála á austursvæði Norðurþings.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Stefáni fyrir kynninguna.
2.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer
Nú liggur fyrir tillaga skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík. Á fundi sínum þann 8. nóvember s.l. óskaði Fjölskylduráð eftir því að eiga aðkomu að deiliskipulagsvinnunni í kjölfar framlagningar skipulagslýsingar. Fjölskylduráð leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráðanna 29. nóvember n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar skipulagslýsingunni til kynningar í fjölskylduráði og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna skv. ákvæðum skipulagslaga. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í tillögu fjölskylduráðs um sameiginlegan fund ráðanna vegna deiliskipulagsvinnunar og felur starfsmönnum að undirbúa hann.
3.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5
Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum á Húsavík. Umsagnir/athugasemdir bárust frá 1. Umhverfisstofnun. 2. Náttúrufræðistofnun. 3. Minjastofnun. 4. Vegagerðinni. 5. Húsfélögum Grundargarðs 4 & 6 og 6. Atla Kristjánssyni.
1. Umhverfisstofnun telur skipulagssvæðið utan svæða sem njóta sérstakrar verndar skv. Náttúruverndarlögum og veitir því ekki umsögn um skipulagsbreytinguna sem slíka.
2. Náttúrufræðistofnun bendir á að til bóta væri að hlífa gróðri og viðhalda opnu svæði sem nýtist fuglalífi og öðru dýralífi á svæðum þar sem ekki stendur til að byggja.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við breytingu deiliskipulagsins.
4. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við breytingu deiliskipulagsins.
5. Húsfélögin að Grundargarði 4 og 6 leggjast gegn því að gönguleið um svæðið skerði núverandi bílastæði við Grundargarð 4 og 6.
6. Atli bendir á minniháttar misræmi milli texta greinargerðar og skipulagsuppdrátta á nokkrum stöðum. Hann telur rétt að hafa þakform frjálst á óbyggðum lóðum. Ennfremur leggur Atli til að skorður um 2-3 herbergja íbúðir að Ásgarðsvegi 29 verði felldar niður.
1. Umhverfisstofnun telur skipulagssvæðið utan svæða sem njóta sérstakrar verndar skv. Náttúruverndarlögum og veitir því ekki umsögn um skipulagsbreytinguna sem slíka.
2. Náttúrufræðistofnun bendir á að til bóta væri að hlífa gróðri og viðhalda opnu svæði sem nýtist fuglalífi og öðru dýralífi á svæðum þar sem ekki stendur til að byggja.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við breytingu deiliskipulagsins.
4. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við breytingu deiliskipulagsins.
5. Húsfélögin að Grundargarði 4 og 6 leggjast gegn því að gönguleið um svæðið skerði núverandi bílastæði við Grundargarð 4 og 6.
6. Atli bendir á minniháttar misræmi milli texta greinargerðar og skipulagsuppdrátta á nokkrum stöðum. Hann telur rétt að hafa þakform frjálst á óbyggðum lóðum. Ennfremur leggur Atli til að skorður um 2-3 herbergja íbúðir að Ásgarðsvegi 29 verði felldar niður.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þær athugasemdir og ábendingar sem komu við kynningu deiliskipulagsbreytingarinnar.
1. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagssvæðinu hafi öllu verið raskað í fyrri tíð og sér ekki mikla möguleika í að varðveita núverandi gróður við uppbyggingu svæðisins skv. deiliskipulaginu. Rétt er hinsvegar að halda því til haga að skipulagsbreytingin felst m.a. í því að stækka óbyggt svæði með opnum lækjarfarvegi sem nýtast mun fuglalífi innan skipulagssvæðisins. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
3. Umsögn Minjastofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
4. Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
5. Fyrirhuguð gönguleið verði færð út fyrir núverandi bílastæði Grundargarðs 4 & 6. Við það skerðast lóðir að Stóragarði 14 & 16 lítilsháttar.
6. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að þakform allra húsa á óbyggðum lóðum verði frjálst. Ráðið telur tilefnislaust að takmarka fjölda herbergja íbúða í greinargerðinni. Ráðið felur skipulagsráðgjafa í samráði við skipulagsfulltrúa að samræma texta greinargerðar og skipulagsuppdráttar skv. ábendingum.
7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta hliðra lóðarnúmerum við Stóragarð þannig að lóð umhverfis íbúðarkjarna Víkur verði 14 í stað 12 og hærri lóðarnúmer hliðrist að sama skapi frá því sem sýnt er á kynntum uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
1. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
2. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skipulagssvæðinu hafi öllu verið raskað í fyrri tíð og sér ekki mikla möguleika í að varðveita núverandi gróður við uppbyggingu svæðisins skv. deiliskipulaginu. Rétt er hinsvegar að halda því til haga að skipulagsbreytingin felst m.a. í því að stækka óbyggt svæði með opnum lækjarfarvegi sem nýtast mun fuglalífi innan skipulagssvæðisins. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
3. Umsögn Minjastofnunar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
4. Umsögn Vegagerðarinnar gefur ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
5. Fyrirhuguð gönguleið verði færð út fyrir núverandi bílastæði Grundargarðs 4 & 6. Við það skerðast lóðir að Stóragarði 14 & 16 lítilsháttar.
6. Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að þakform allra húsa á óbyggðum lóðum verði frjálst. Ráðið telur tilefnislaust að takmarka fjölda herbergja íbúða í greinargerðinni. Ráðið felur skipulagsráðgjafa í samráði við skipulagsfulltrúa að samræma texta greinargerðar og skipulagsuppdráttar skv. ábendingum.
7. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta hliðra lóðarnúmerum við Stóragarð þannig að lóð umhverfis íbúðarkjarna Víkur verði 14 í stað 12 og hærri lóðarnúmer hliðrist að sama skapi frá því sem sýnt er á kynntum uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Garðarsbraut 5
Málsnúmer 202211037Vakta málsnúmer
Óskað er byggingarleyfis fyrir viðbyggingu og breytingum á Garðarsbraut 5 á Húsavík. Teikningar eru unnar af Árna Árnasyni arkitekt.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaða viðbyggingu og aðrar breytingar og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Ráðið minnir á að skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir göngustíg um lóðina milli Ketilsbrautar og Garðarsbrautar og skal hann tryggður við og eftir framkvæmdina.
5.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Árholt
Málsnúmer 202209051Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga að lóðarblaði fyrir íbúðarhúsið Árholt á Húsavík þar sem gert er ráð fyrir að undanskilið lóðarsamningi verði ræma meðfram Búðára svo sveitarfélagið og almenningur hafi aðgang að bakka árinnar. Ennfremur liggur fyrir bréf frá eigendum hússins dags. 14. nóvember 2022 þar sem fram kemur að þau fallast ekki á fyrirliggjandi tillögu að lóðarmörkum og fara fram á að lóðin verði til samræmis við girta afmörkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að gerður verði lóðarsamningur um húseignina á grundvelli fyrirliggjandi afmörkunar, alveg niður að Búðará.
6.Nýtt gólf og stúka í Íþróttahöll á Húsavík
Málsnúmer 202211026Vakta málsnúmer
Á 133 fundi Fjölskylduráðs var samþykkt að eftirfarandi tillögu yrði vísað til Skipulags- og framkvæmdaráðs: Undirritaðar leggja til að við gerð þriggja ára áætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni í endurnýjun á gólfi og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Virðingsfyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Virðingsfyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og horfir til þess að setja fjármagn í framkvæmdina á næstu þremur árum. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita eftir lausnum við framkvæmdina í samráði við fjölskylduráð.
7.Umhverfisstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
Til kynningar fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að Umhverfisstefnu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar
8.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi 2022
Málsnúmer 202210111Vakta málsnúmer
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að nýjum samningum fyrir Refa og Minkaveiði í sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur Framkvæmda- og þjónsutufulltrúa að gera samninga við veiðimenn samkvæmt nýjum samningi.
9.Framkvæmdaáætlun 2023
Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer
Á 412. fundi Byggðarráðs var samþykkt að framkvæmdafé Skipulags- og framkvæmdarás fyrir árið 2023 verði 535 m.kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun fyrir árið 2023.
Fundi slitið - kl. 16:00.