Málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 202209068
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022
Byggðarráð Skagafjarðar bókaði á fundi sínum þann 24.8.2022:
"Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmyndar að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks.
Byggðarráð leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans."
"Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmyndar að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks.
Byggðarráð leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans."
Byggðarráð Norðurþings tekur heilshugar undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar, gerir hana að sinni og leggur þunga áherslu á að Samband íslenskra sveitarfélaga fylgi málinu eftir af festu.