Umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda venga barnaverndarþjónsutu
Málsnúmer 202211073
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 136. fundur - 13.12.2022
Vegna breytinga á barnaverndarlögum þarf að sækja um undanþágu fyrir barnaverndarþjónustu. Félagsmálastjóri hefur sótt um undanþáguna fyrir Norðurþing, Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp. Umsókninni fylgdu öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir, það er starfsskírteini starfsmanna til að uppfylla þau faggildi sem óskað er eftir, samning við lögfræðing og sálfræðing.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 161. fundur - 29.08.2023
Norðurþing, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Tjörneshreppur fengu undanþágu frá lágmarksíbúafjölda til að veita barnaverndarþjónustu til 15. janúar 2024.
Ráðuneytið hyggst gera ríkari kröfur til þess að sveitarfélög sýni fram á að þau hafi leitað eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum.
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir að taka ákvörðun um framhaldið.
Ráðuneytið hyggst gera ríkari kröfur til þess að sveitarfélög sýni fram á að þau hafi leitað eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum.
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir að taka ákvörðun um framhaldið.
Fjölskylduráð leggur til að sótt verði um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda til að veita barnaverndarþjónustu í samstarfi við Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Tjörneshrepp.
Fjölskylduráð telur barnaverndaþjónustu vera þjónustu sem eigi að veita í nærsamfélaginu. Vegalengdir eru miklar á svæðinu og mikilvægt að viðbragðstími sé eins stuttur og frekast er unnt. Á sl. kjörtímabili urðu tvennar sameiningar á svæðinu og sveitarfélögum fækkaði úr sex í fjögur ásamt því að sveitarstjórn Norðurþings lagði til sameiningu við Tjörneshrepp. Íbúum fer fjölgandi á svæðinu, þeim hefur fjölgað úr 5.201 í 5.316 það sem af er þessu ári.
Fjölskylduráð telur barnaverndaþjónustu vera þjónustu sem eigi að veita í nærsamfélaginu. Vegalengdir eru miklar á svæðinu og mikilvægt að viðbragðstími sé eins stuttur og frekast er unnt. Á sl. kjörtímabili urðu tvennar sameiningar á svæðinu og sveitarfélögum fækkaði úr sex í fjögur ásamt því að sveitarstjórn Norðurþings lagði til sameiningu við Tjörneshrepp. Íbúum fer fjölgandi á svæðinu, þeim hefur fjölgað úr 5.201 í 5.316 það sem af er þessu ári.