Fara í efni

Fjölskylduráð

161. fundur 29. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
  • Jónas Þór Viðarsson
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1, 3-7.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 6-7.

Nanna Steina Höskulsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir lið 6.

1.Umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónsutu

Málsnúmer 202211073Vakta málsnúmer

Norðurþing, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Tjörneshreppur fengu undanþágu frá lágmarksíbúafjölda til að veita barnaverndarþjónustu til 15. janúar 2024.

Ráðuneytið hyggst gera ríkari kröfur til þess að sveitarfélög sýni fram á að þau hafi leitað eftir samstarfi um barnaverndarþjónustu í stærri umdæmum.

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir að taka ákvörðun um framhaldið.
Fjölskylduráð leggur til að sótt verði um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda til að veita barnaverndarþjónustu í samstarfi við Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Tjörneshrepp.

Fjölskylduráð telur barnaverndaþjónustu vera þjónustu sem eigi að veita í nærsamfélaginu. Vegalengdir eru miklar á svæðinu og mikilvægt að viðbragðstími sé eins stuttur og frekast er unnt. Á sl. kjörtímabili urðu tvennar sameiningar á svæðinu og sveitarfélögum fækkaði úr sex í fjögur ásamt því að sveitarstjórn Norðurþings lagði til sameiningu við Tjörneshrepp. Íbúum fer fjölgandi á svæðinu, þeim hefur fjölgað úr 5.201 í 5.316 það sem af er þessu ári.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202308041Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

3.Skólaakstur 2021-2025 - Samningur

Málsnúmer 202106126Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á samningi Ágústu Ágústsdóttur vegna stækkunar á skólabíl í kjölfar umtalsverðar fjölgunar nemenda á leiðinni og ósk hennar um að framlengingarákvæði verði virkjað.
Fjölskylduráð samþykkir hækkun á aksturstaxta vegna verulegrar breytingar á forsendum við fjölgun nemenda á akstursleiðinni. Ráðið telur sig ekki hafa heimildir til að virkja framlengingarákvæði samningsins en er jákvætt fyrir því að það verði gert til samræmis við grein 1.6.2 í samningnum.

4.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar niðurstöðu spretthóps um staðsetningu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöðvar á Húsavík.
Fjölskylduráð þakkar spretthóp um staðsetningu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöðvar á Húsavík, fyrir vel unnin störf.

Niðurstaða spretthópsins er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum. Ráðið gerir engar athugasemdir við niðurstöður spretthópsins og vísar niðurstöðunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði með tilliti til byggingarframkvæmda og skipulagsmála á svæðinu.

5.Tillaga vegna viðhalds á félagsaðstöðu í Íþróttahöllinni á Húsavík

Málsnúmer 202308052Vakta málsnúmer

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir fulltrúar B lista, óska eftir því að félagsaðstaðan í Íþróttahöllinni verði lagfærð og afhent Völsungi aftur til notkunar.
Undirritaðar leggja fram eftirfarandi tillögu:

Frá haustdögum árið 2017 hefur sá hluti húsnæðis íþróttahallarinnar sem hefur verið hugsaður fyrir félagsaðstöðu og kaffiaðstöðu í tengslum við íþróttastarfsemi og viðburði í íþróttahöllinni verið nýttur undir frístundastarfsemi. Vegna fjölgunar notenda frístundar 1.-4. bekkjar hefur verið fundinn staður í húsnæði Borgarhólsskóla á meðan unnið verður að því að byggja nýtt húsnæði fyrir frístundastarfsemi. Húsnæðið er þar af leiðandi ekki í neinni notkun á vegum sveitarfélagsins um þessar mundir og ekki fyrirséð að sveitarfélagið hafi sérstök not af því í framtíðinni fyrir starfsemi á sínum vegum. Undirritaðar leggja því til við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í viðhald á rýminu, s.s. málningu, gólfefni og hljóðvist. Það er ósk okkar að viðhaldinu verði hraðað eins og hægt er. Að viðhaldsvinnu lokinni leggjum við til að Íþróttafélaginu Völsungi verði afhent rýmið til afnota að nýju, sem hluta af félagsaðstöðu sinni, með þeim kvöðum að rýmið verði hægt að nota í tengslum við viðburði sem fram fara í íþróttahöllinni og eru ótengdir félaginu s.s. í tengslum við 1. maí, 17. júní, tónleika eða annað slíkt sem ekki fellur undir hefðbundið íþróttastarf og viðburði því tengdu.

Helena Eydís Ingólfsdóttir - fulltrúi D lista
Hanna Jóna Stefánsdóttir - fulltrúi B lista
Bylgja Steingrímsdóttir - fulltrúi B lista

Tillagan er samþykkt samhljóða og henni verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Ósk um styrk og þriggja ára samningi vegna Menningar- og hrútadaga á Raufarhöfn.

Málsnúmer 202308029Vakta málsnúmer

Nanna Steina, fyrir hönd menningarnefndar á Raufarhöfn, óskar eftir styrk og þriggja ára samningi vegna Menningar- og hrútadaga á Raufarhöfn.
Ingibjörg Hanna vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna á fundinn.
Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð 350.000 kr. en fellst ekki á að gera þriggja ára samning.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202308040Vakta málsnúmer

Sjálfstyrkur ehf. sækir um styrk að upphæð 300.000 kr. í lista- og menningarsjóðs vegna útgáfu á fjórðu barnabók hennar "Súper Kröftug"."Súper Kröftug" fjallar um tvö börn sem flytja til Húsavíkur og takast á við sameiginlegar áskoranir innflytjenda.
Fjölskylduráð hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að reglum um lista- og menningarsjóð.

Fundi slitið - kl. 11:00.