Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE
Málsnúmer 202211151
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á vinnu SSNE vegna almenningssamgagna.
Síðasta árið hefur SSNE unnið að því að finna leiðir til að koma aftur á almenningssamgöngum á austursvæðinu, þ.e frá Húsavík og til Þórshafnar, en þeirri akstursleið var hætt árið 2017. Sú vinna hefur m.a. snúið að mögulegri samþættingu farm- og farþegaflutninga og er það verkefni í vinnslu.
Síðasta árið hefur SSNE unnið að því að finna leiðir til að koma aftur á almenningssamgöngum á austursvæðinu, þ.e frá Húsavík og til Þórshafnar, en þeirri akstursleið var hætt árið 2017. Sú vinna hefur m.a. snúið að mögulegri samþættingu farm- og farþegaflutninga og er það verkefni í vinnslu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í sambandi við SSNE vegna málsins og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023
Á fundi sínum þann 15. desember fól byggðarráð sveitarstjóra að vera í sambandi við SSNE vegna málsins og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra vegna málsins ásamt farþegatölum fyrir árin 2019 til 2022.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað sveitarstjóra vegna málsins ásamt farþegatölum fyrir árin 2019 til 2022.
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað sem unnið hefur verið vegna almenningssamgangna í Norðurþingi. Byggðarráð áréttar að ríkið haldi uppi almenningssamgöngum austur til Þórshafnar og felur sveitarstjóra að vinna upplýsingarnar áfram í samræmi við umræður á fundinum og skila þeim til SSNE.