Fara í efni

Ársrsreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar vinnulag vegna ársreiknings Norðurþings vegna ársins 2022.
Fjármálastjóri fór yfir drög að vinnulagi vegna ársreiknings Norðurþings vegna ársins 2022.

Byggðarráð Norðurþings - 425. fundur - 30.03.2023

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu fyrstu hlutar að ársreikningi Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 426. fundur - 05.04.2023

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2022.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 133. fundur - 13.04.2023

Á 426. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2022.

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Bergþór, Benóný og Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 428. fundur - 27.04.2023

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu ársreikningur Norðurþings vegna ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 429. fundur - 04.05.2023

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt skýrslu endurskoðanda.

Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor.
Byggðarráð þakkar Níelsi Guðmundssyni fyrir góða og ítarlega yfirferð á ársreikningi 2022 og vísar honum til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 134. fundur - 11.05.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2022 til síðari umræðu.

Einnig liggur fyrir ársreikningur hafnasjóðs fyrir árið 2022 til staðfestingar.
Til máls tóku undir umræðu um ársreikning Norðurþings: Katrín, Áki, Hafrún og Hjálmar.

Sveitarstjórn Norðurþings bókar:
Heilt yfir er rekstur Norðurþings fyrir árið 2022 heldur betri en árið áður og skilar ívið meiri framlegð hjá A-hluta. Reksturinn er betri en áætlunin gerði ráð fyrir, en það ber að taka tillit til þess að sú áætlun var unnin á haustmánuðum 2021 þegar svartsýni gætti sökum covid- faraldurs.
Laun og launatengd gjöld eru að hækka á milli ára en sem hlutfall af rekstrartekjum stendur prósentan nánast í stað á milli ára. Á milli ára er fjöldi meðalstöðugilda að aukast um 14 stöðugildi hjá sveitarfélaginu en það á að mestu leyti sér eðlilegar skýringar. Fjármagnsliðir voru neikvæðir á árinu en frávikið liggur í vöxtum og verðbótum en vaxtastig og verðbólga voru mun hærri en gert hafði verið ráð fyrir í áætlun ársins, sem skapast af því ástandi sem efnahagslífið býr við um þessar mundir.
Tekjur eru að hækka töluvert mikið á milli ára og handbært fé hækkaði um 530 millj. kr. milli ára og var 1.457 millj. í árslok. Það skýrist meðal annars af því að ekki var framkvæmt eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er sterkt en það hækkar og var 2,02 í árslok samanborið við 1,88 í ársbyrjun.
Skuldir við lánastofnanir lækka á milli ára og engin ný lán voru tekin á árinu.
Skuldahlutfall samstæðu sveitarfélagsins sem reiknað er í samræmi við reglur um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga var 67% í árslok 2022 samanborið við 77% í ársbyrjun. Hjá A-hlutanum var skuldahlutfallið 55% í árslok 2022 samanborið við 65% í ársbyrjun. Skuldahlutfallið lækkar þrátt fyrir aukningu heildarskulda en það skýrist helst af því að tekjur hækka nokkuð milli ára. Skuldir á hvern íbúa í sveitarfélaginu eru tæplega kr. 1,4 millj. kr.
Áframhaldandi áskoranir eru augljósar í rekstri sveitarfélaga og hjá okkur eru stórar framkvæmdir framundan en við teljum að sveitarfélagið sé í stakk búið til að taka þeim áskorunum með áframhaldandi aga í rekstri og án þess að skerða þjónustu við íbúa.


Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2022 er samþykktur samhljóða.


Til máls tók undir umræðu um ársreikning Hafnasjóðs: Áki.

Ársreikningur hafnasjóðs fyrir árið 2022 er samþykktur samhljóða.


Ársreikningar verða birtir á vefsíðu sveitarfélagsins.