Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023

Málsnúmer 202301006

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur erindi frá Matvælaráðuneytinu, bréf dagsett þann 12. desember sl. sem barst Norðurþingi eftir áramótin, þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2022/2023.

Úthlutun til byggðarlaga í Norðurþingi er eftirfarandi:
Kópasker 15 þorskígildistonn (óbreytt á milli ára).
Raufarhöfn 164 þorskígildistonn (aukning um 30 tonn á milli ára).

Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar n.k. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur. Tillögur sveitarfélaganna verða síðan til kynningar á vef ráðuneytisins til 23. janúar og í framhaldinu teknar til efnislegrar meðferðar hjá ráðuneytinu.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;

Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 1370/2022 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem upp- fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í ein- stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.
b)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2022 til 31. ágúst 2023.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.

Undirritaður leggur til að sveitarstjóra verði falið að sækjast eftir auknum byggðakvóta, s.s. á Kópaskeri og Raufarhöfn. Sérstaklega verði hugað að fá byggðakvóta á Húsavík sem er enginn. Óskað verði eftir skýringum á hvers vegna engum byggðakvóta er úthlutað á Húsavík. Hægt er að sækja um í Varasjóð vegna óvæntra áfalla.

Greinargerð:
Dregið hefur úr úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu. Árið 2014 hurfu um 60% af aflheimildum á Húsavík auk þess sem heimaaðilar seldu kvóta frá byggðalaginu. Það þarf að bregðast við því til að tryggja stöðu sjávarútvegs í sveitarfélaginu.
Eins og segir í frumvarpi um fiskveiðar (lög nr. 116/2006) ; „Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórnar að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga.‟

Virðingafyllst
Hjálmar Bogi Hafliðason

Byggðarráð samþykkir tillögu Hjálmars Boga.